Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:08 Viðbragða íslenskra stjórnvalda við stöðunni í Afganistan er að vænta á morgun, þegar ríkisstjórnin fjallar um tillögur flóttamannanefndar. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. „Það er eitt af því sem flóttamannanefnd hefur verið að skoða, samvinnu og samstarf við löndin í kringum okkur. Bæði varðandi það hvernig verður brugðist við og eins varðandi næstu skref um möguleika á því að þessir einstaklingar geti komist til landsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Flóttamannanefnd skilaði félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra tillögum sínum í gær og hyggst ríkisstjórnin fjalla um þær á fundi sínum á morgun. „Ég held að það sé alveg ljóst að til dæmis, samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekki tekist að ná í alla þá einstaklinga sem þegar eiga réttindi á því að koma og við sjáum það á fréttum frá flugvellinum í Kabúl að staðan er þess eðlis að það eru engin fyrirtæki þar starfandi sem hafa verið að aðstoða við móttöku flóttamanna lengur. Flugvöllurinn er ekki í rekstri í hefðbundnum skilningi þannig að þetta verður áskorun,“ segir hann. „Þess vegna verðum við að skoða þetta í samstarfi við nágrannalönd hvernig við gerum þetta og hvað við gerum, vegna þess að Ísland sendir ekki herflugvélar sínar.“ Aðspurður hvort aðeins verði tekið tillit til íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem eiga tengsl við Ísland segir hann að ríkisstjórnin verði fyrst að fá tækifæri til að fara yfir innihald tillagna flóttamannanefndar. „Ég held að það sé bara eðlilegt að þessar tillögur sem koma frá flóttamannanefnd sem eru fyrstu tillögur að þær fari fyrir ríkisstjórn og séu síðan afgreiddar þar. En ég ítreka að þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð og staðan þarna er miklu flóknari heldur en þegar við höfum verið í hefðbundinni umræðu um móttöku flóttafólks, og raunar skelfileg eins og við sjáum í myndum sem þaðan berast,“ segir Ásmundur. „Það gefur auga leið að þetta verður ekki auðvelt við að eiga.“ Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
„Það er eitt af því sem flóttamannanefnd hefur verið að skoða, samvinnu og samstarf við löndin í kringum okkur. Bæði varðandi það hvernig verður brugðist við og eins varðandi næstu skref um möguleika á því að þessir einstaklingar geti komist til landsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Flóttamannanefnd skilaði félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra tillögum sínum í gær og hyggst ríkisstjórnin fjalla um þær á fundi sínum á morgun. „Ég held að það sé alveg ljóst að til dæmis, samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekki tekist að ná í alla þá einstaklinga sem þegar eiga réttindi á því að koma og við sjáum það á fréttum frá flugvellinum í Kabúl að staðan er þess eðlis að það eru engin fyrirtæki þar starfandi sem hafa verið að aðstoða við móttöku flóttamanna lengur. Flugvöllurinn er ekki í rekstri í hefðbundnum skilningi þannig að þetta verður áskorun,“ segir hann. „Þess vegna verðum við að skoða þetta í samstarfi við nágrannalönd hvernig við gerum þetta og hvað við gerum, vegna þess að Ísland sendir ekki herflugvélar sínar.“ Aðspurður hvort aðeins verði tekið tillit til íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem eiga tengsl við Ísland segir hann að ríkisstjórnin verði fyrst að fá tækifæri til að fara yfir innihald tillagna flóttamannanefndar. „Ég held að það sé bara eðlilegt að þessar tillögur sem koma frá flóttamannanefnd sem eru fyrstu tillögur að þær fari fyrir ríkisstjórn og séu síðan afgreiddar þar. En ég ítreka að þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð og staðan þarna er miklu flóknari heldur en þegar við höfum verið í hefðbundinni umræðu um móttöku flóttafólks, og raunar skelfileg eins og við sjáum í myndum sem þaðan berast,“ segir Ásmundur. „Það gefur auga leið að þetta verður ekki auðvelt við að eiga.“
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira