Enski boltinn

Xherdan Shaqiri á leið til Lyon

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Shaqiri hefur verið á mála hjá Liverpool síðan 2018.
Shaqiri hefur verið á mála hjá Liverpool síðan 2018. vísir/getty

Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri er á förum frá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Hann er á leiðinni í frönsku deildina þar sem hann mun spila með Lyon.

Shaqiri gekk í raðir Liverpool frá Stoke árið 2018, en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í Bítlaborginni. Hann hefur aðeins leikið 45 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, og skoraði í þeim sjö mörk.

Nú er hinsvegar greint frá því að hann muni ganga í raðir franska úrvalsdeildarliðsins Lyon fyror 9,5 milljónir punda.

Þessi 29 ára sóknarmaður náði samkomulagi við franska liðið fyrir nokkrum vikum, en félögin hafa átt í viðræðum seinustu daga.

Á ferli sínum hefur Shaqiri komið víða við, en hann hóf feril sinn hjá Basel. Þaðan fór hann til Bayern München í Þýskalandi, og eftir stutt stopp hjá Inter Milan á Ítalíu flutti hann sig til Englands þar sem hann lék með Stoke áður en hann fór til Liverpool. Þá á hann einnig að baki 96 landsleiki fyrir svissneska landsliðið, og hefur skorað í þeim 26 mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.