Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 19:14 Það er góður kraftur í gosinu þessa stundina. Göngumaður náði þessari mynd þegar hraunið var byrjað að leka niður brekkuna í Nátthaga. aðsend Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. Hraunið fór aftur að renna niður í Nátthaga um klukkan 18 í dag en að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands hefur þessi þróun legið í loftinu síðustu daga þar sem hraunárnar hafa verið að leita meira til suðurs. Nær allt hraun sem hefur runnið síðustu tvo mánuði hefur farið austur í Meradali. Hægt að komast í návígi við glóandi hraun „Þetta rennur svoldið svona á víxl alltaf. Þetta er náttúrulega langur tími á milli kannski. Hraunið finnur sér alltaf nýjar leiðir til að renna,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við Vísi. Nú þegar hraunið er aftur farið að renna í Nátthaga er hægt að komast í návígi við glóandi hraun á ný án mikillar fyrirhafnar. Einn þeirra sem fór að gossvæðinu í dag sendi Vísi þær myndir sem fylgja fréttinni. Þegar hraun er aftur farið að renna niður í Nátthaga er orðið mun auðveldara að ganga að glóandi hrauni.aðsend Fyllist ekki á næstu dögum eða vikum Hraunið er því aftur farið að renna í átt að Suðurstrandarvegi en til að hraun nái að honum verður Nátthaginn að fyllast fyrst. Er Nátthaginn nálægt því að fyllast? „Nei, það gerist ekki á næstu klukkutímum, dögum eða vikum,“ segir Böðvar. „Það tekur bara sinn tíma.“ Þannig það er enn langt í þetta? „Það er svona spurning hvað er skilgreint sem langt. Það er kannski stutt á jarðsögulegum tíma… en þetta verður ekkert núna alveg á næstunni.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Sjá meira
Hraunið fór aftur að renna niður í Nátthaga um klukkan 18 í dag en að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands hefur þessi þróun legið í loftinu síðustu daga þar sem hraunárnar hafa verið að leita meira til suðurs. Nær allt hraun sem hefur runnið síðustu tvo mánuði hefur farið austur í Meradali. Hægt að komast í návígi við glóandi hraun „Þetta rennur svoldið svona á víxl alltaf. Þetta er náttúrulega langur tími á milli kannski. Hraunið finnur sér alltaf nýjar leiðir til að renna,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við Vísi. Nú þegar hraunið er aftur farið að renna í Nátthaga er hægt að komast í návígi við glóandi hraun á ný án mikillar fyrirhafnar. Einn þeirra sem fór að gossvæðinu í dag sendi Vísi þær myndir sem fylgja fréttinni. Þegar hraun er aftur farið að renna niður í Nátthaga er orðið mun auðveldara að ganga að glóandi hrauni.aðsend Fyllist ekki á næstu dögum eða vikum Hraunið er því aftur farið að renna í átt að Suðurstrandarvegi en til að hraun nái að honum verður Nátthaginn að fyllast fyrst. Er Nátthaginn nálægt því að fyllast? „Nei, það gerist ekki á næstu klukkutímum, dögum eða vikum,“ segir Böðvar. „Það tekur bara sinn tíma.“ Þannig það er enn langt í þetta? „Það er svona spurning hvað er skilgreint sem langt. Það er kannski stutt á jarðsögulegum tíma… en þetta verður ekkert núna alveg á næstunni.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Sjá meira
Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00
Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03
Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42