Íslenski boltinn

KR-ingar skikkaðir í sóttkví fram yfir helgi

Sindri Sverrisson skrifar
KR-ingar unnu 1-0 sigur gegn HK á mánudaginn en ekki er ljóst hvenær næsti leikur þeirra verður.
KR-ingar unnu 1-0 sigur gegn HK á mánudaginn en ekki er ljóst hvenær næsti leikur þeirra verður. vísir/hulda margrét

Leikmenn, þjálfarar og aðrir úr starfsliði KR í 1-0 sigrinum gegn HK í Kórnum á mánudag eru komnir í sóttkví. Ástæðan er sú að leikmaður úr byrjunarliði KR greindist með kórónuveirusmit.

Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, staðfesti það við fréttastofu að 26 leikmenn og starfsmenn KR væru komnir í sóttkví. Það væri vissulega slæmt en að við þetta yrðu menn að sætta sig.

Hópurinn þarf að vera í sóttkví að minnsta kosti fram á mánudag þegar hann fer í skimun til að kanna hvort að fleiri hafi smitast af veirunni.

Það er því ljóst að leik KR og ÍA, sem fara átti fram á Akranesi á sunnudag, verður frestað en ekki liggur fyrir hvenær hann verður spilaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×