Herða tökin á netinu eftir mótmæli á Kúbu Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 14:52 Kona gengur fram hjá auglýsingu fyrir þing kommúnistaflokksins sem ræður öllu á Kúbu í vor. Á því stendur „Flokkurinn er sál byltingarinnar“. Vísir/EPA Kommúnistastjórnin á Kúbu hefur lagt fram nýjar og hertar reglur um samfélagsmiðla og internetið í kjölfar óvenjuáberandi mótmæla þar nýlega. Gagnrýnendur halda því fram að breytingunum sé ætla að þagga niður í andófsröddum. Mótmæli gegn stjórnvöldum sem hafa verið áberandi í sumar virðasta hafa verið skipulögð á samfélagsmiðlum á netinu að miklu leyti. Nýju reglurnar gera það að glæp að hvetja til aðgerða sem „spilla allsherjarreglu“. Netþjónustufyrirtækjum er einnig gert að loka á þá sem eru taldir dreifa falsfréttum eða „skaða ímynd ríkisins“. Yfirlýst rök stjórnvalda er að verja landsmenn fyrir „netglæpum“ og tryggja persónuupplýsingar þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið greint frá hvaða refsing liggur við því að brjóta reglurnar. José Miguel Vivanco, forstöðumaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að með reglunum hafi stjórnvöld á Kúbu hert tökin á netinu. Nú teljist það netöryggisglæpur að hafa áhrif á orðstír landsins. Verstu efnahagsþrengingar í áratugi urðu kveikjan að stærstu mótmælum gegn stjórnvöldum í langan tíma. Efnahagur Kúbu hefur liðið fyrir hrun bandalagsríkisins Venesúela en einnig gríðarlega fækkun ferðamanna í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Kúba Tengdar fréttir Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Fyrsta dauðsfallið í óeirðunum sem verið hafa á Kúbu síðan um helgina hefur nú verið staðfest. 14. júlí 2021 09:43 Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu. 13. júlí 2021 13:34 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Fluttu kúbanskan andófsmann nauðugan á sjúkrahús Yfirvöld á Kúbu létu færa þekktan andófsmann sem hefur verið í hungurverkfalli nauðugan á sjúkrahús. Vinir hans og vandamenn óttast um heilsu hans en segjast ekki hafa fengið að hafa samskipti við hann. 3. maí 2021 15:41 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Mótmæli gegn stjórnvöldum sem hafa verið áberandi í sumar virðasta hafa verið skipulögð á samfélagsmiðlum á netinu að miklu leyti. Nýju reglurnar gera það að glæp að hvetja til aðgerða sem „spilla allsherjarreglu“. Netþjónustufyrirtækjum er einnig gert að loka á þá sem eru taldir dreifa falsfréttum eða „skaða ímynd ríkisins“. Yfirlýst rök stjórnvalda er að verja landsmenn fyrir „netglæpum“ og tryggja persónuupplýsingar þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið greint frá hvaða refsing liggur við því að brjóta reglurnar. José Miguel Vivanco, forstöðumaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að með reglunum hafi stjórnvöld á Kúbu hert tökin á netinu. Nú teljist það netöryggisglæpur að hafa áhrif á orðstír landsins. Verstu efnahagsþrengingar í áratugi urðu kveikjan að stærstu mótmælum gegn stjórnvöldum í langan tíma. Efnahagur Kúbu hefur liðið fyrir hrun bandalagsríkisins Venesúela en einnig gríðarlega fækkun ferðamanna í kórónuveiruheimsfaraldrinum.
Kúba Tengdar fréttir Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Fyrsta dauðsfallið í óeirðunum sem verið hafa á Kúbu síðan um helgina hefur nú verið staðfest. 14. júlí 2021 09:43 Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu. 13. júlí 2021 13:34 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Fluttu kúbanskan andófsmann nauðugan á sjúkrahús Yfirvöld á Kúbu létu færa þekktan andófsmann sem hefur verið í hungurverkfalli nauðugan á sjúkrahús. Vinir hans og vandamenn óttast um heilsu hans en segjast ekki hafa fengið að hafa samskipti við hann. 3. maí 2021 15:41 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Fyrsta dauðsfallið í óeirðunum sem verið hafa á Kúbu síðan um helgina hefur nú verið staðfest. 14. júlí 2021 09:43
Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu. 13. júlí 2021 13:34
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59
Fluttu kúbanskan andófsmann nauðugan á sjúkrahús Yfirvöld á Kúbu létu færa þekktan andófsmann sem hefur verið í hungurverkfalli nauðugan á sjúkrahús. Vinir hans og vandamenn óttast um heilsu hans en segjast ekki hafa fengið að hafa samskipti við hann. 3. maí 2021 15:41