Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 13:34 Frá mótmælum í Havana á sunudaginn. AP/Eliana Aponte Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu. Mótmælin eru líklegast sú fjölmennustu á Kúbu í áratugi en samkomur sem þessar eru alfarið ólöglegar. Mótmælin hafa að mestu snúið að slæmri stöðu hagkerfis Kúbu, rafmagnsleysi og viðbrögðum kommúnistastjórnar landsins við faraldri nýju kórónuveirunnar. Skortur er á matvælum og lyfjum og hefur verðlag hækkað töluvert, samkvæmt frétt BBC. New York Times segir sjúkrahús og apótek eiga jafnvel engar birgðir af verkja- og sýklalyfjum. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, hefur kallað mótmælendur málaliða og sakað þá um að vera handbendi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Forsetinn, sá fyrsti í rúm sextíu ár sem tilheyrir ekki Castro-fjölskyldunni, var stóryrtur í ummælum á forsíðu Granma, dagblaðs Kommúnistaflokks Kúbu, í gær. „Þeir munu þurfa að ganga yfir lík okkar ef þeir vilja takast á við byltinguna. Við erum tilbúnir til að gera allt og við munum berjast á götunum,“ var haft eftir Díaz-Canel. Hann viðurkenndi þó að Kúba ætti í verulegum vandræðum og bað þegna sína um að sýna þolinmæði. Fregnir hafa borist af því að símafyrirtæki ríkisins hafi lokað á internetið víða á Kúbu og er búið að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlum eins og WhatsApp, Facebook, Instagram og Telegram. Þá hefur BBC eftir viðmælendum sínum í Havana að fjölmargir lögregluþjónar gangi um götur borgarinnar. Kúba Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Mótmælin eru líklegast sú fjölmennustu á Kúbu í áratugi en samkomur sem þessar eru alfarið ólöglegar. Mótmælin hafa að mestu snúið að slæmri stöðu hagkerfis Kúbu, rafmagnsleysi og viðbrögðum kommúnistastjórnar landsins við faraldri nýju kórónuveirunnar. Skortur er á matvælum og lyfjum og hefur verðlag hækkað töluvert, samkvæmt frétt BBC. New York Times segir sjúkrahús og apótek eiga jafnvel engar birgðir af verkja- og sýklalyfjum. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, hefur kallað mótmælendur málaliða og sakað þá um að vera handbendi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Forsetinn, sá fyrsti í rúm sextíu ár sem tilheyrir ekki Castro-fjölskyldunni, var stóryrtur í ummælum á forsíðu Granma, dagblaðs Kommúnistaflokks Kúbu, í gær. „Þeir munu þurfa að ganga yfir lík okkar ef þeir vilja takast á við byltinguna. Við erum tilbúnir til að gera allt og við munum berjast á götunum,“ var haft eftir Díaz-Canel. Hann viðurkenndi þó að Kúba ætti í verulegum vandræðum og bað þegna sína um að sýna þolinmæði. Fregnir hafa borist af því að símafyrirtæki ríkisins hafi lokað á internetið víða á Kúbu og er búið að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlum eins og WhatsApp, Facebook, Instagram og Telegram. Þá hefur BBC eftir viðmælendum sínum í Havana að fjölmargir lögregluþjónar gangi um götur borgarinnar.
Kúba Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira