Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 10:42 Liðsmenn talibana í Kandahar. Talibanar lofa friði í Afganistan er fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í áralöngu stríði þeirra gegn stjórnarher landsins. AP/Sidiqullah Khan Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. Talibanar hafa tekið nær öll völd í Afganistan á leifturhraða nú þegar innan við hálfur mánuður er þar til bandarískt herlið yfirgefur landið eftir tuttugu ára hersetu. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land, minnugir harðstjórnar íslömsku öfgamannanna frá fyrri stjórnartíð þeirra. Konur nutu nær engra réttinda og grimmilegum refsingum var beitt þegar talibanar réðu lögum og lofum frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn afganska stjórnarhernum undanfarin ár hafa talibanar beitt sjálfsmorðsárásum sem hafa fellt fjölda óbreyttra borgara. Þrátt fyrir það segir Nick Carter, hershöfðingi og æðsti yfirmaður breska hersins, að talibanar kunni að hafa tekið breytingum frá því fyrir tuttugu árum. „Við verðum að vera þolinmóð, við verðum að halda ró okkar og gefa þeim rými til að mynda ríkisstjórn og við veðrum að gefa þeim tækifæri til að sanna sig. Það kanna að vera að þessir talibanar séu aðrir en þeir talibanar sem fólk man eftir frá 10. áratugnum,“ sagði Carter við breska ríkisútvarpið BBC. Hann benti jafnframt á að talibanar séu ekki einsleit samtök heldur hópur ólíkra ættbálka sem koma héðan og þaðan frá dreifðum byggðum Afganistans. Kallaði Carter talibana „sveitastráka“ sem hafi lífi sínu í samræmi við hefðbundin gildi Pashtun-fólksins, stærsta þjóðarbrotsins í Afganistan. „Það kunna að vera talibanar sem eru sanngjarnari, ekki eins kúgandi. Ef við lítum á hvernig þeir stýra Kabúl þessa stundina þá eru vísbendingar um að þeir séu sanngjarnari,“ sagði Carter. We may discover this Taliban is more reasonable but they are not a homogeneous organisation On #BBCBreakfast UK Chief of the Defence Staff General Sir Nick Carter says behaviour on the ground may not be inline with the Taliban s political commission. https://t.co/aEc9X6OUCE pic.twitter.com/4vRzhqol20— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) August 18, 2021 Dæmdir af gjörðum en ekki orðum Leiðtogar talibana hafa lofað öllu fögru um að konu njóti frelsis og menntunar í ríki þeirra. Þeir ætli sér ekki að koma fram hefndum gegn óvinum sínum. Efasemdaraddir hafa þó verið uppi um að þeir reyni nú að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins með fyrirheitum um bót og betrun en allt muni falla í fyrra horfa þegar og ef sú viðurkenning fæst. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði leiðtoga talibana við því að þeir yrðu dæmdir af gjörðum sínum en ekki orðum í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttstofunnar. „Við munum dæma þessa stjórn á grundvelli þeirra ákvarðana sem hún tekur og af gjörðum hennar frekar en af orðum hennar, af viðhorfi hennar til hryðjuverka, glæpa og fíkniefna og af aðgangi fyrir mannúðaraðstoð og réttindum stúlkna til náms,“ sagði Johnson á breska þinginu sem var kallað saman úr sumarfrí til að ræða stöðuna í Afganistan. Breskir uppgjafarhermenn eru fullir efasemda um að talibanar séu breyttir menn frá því á síðasta áratug síðustu aldar. Charlie Herbert, fyrrverandi yfirhershöfðingi sem starfaði í Afganistan á sínum tíma, segir engar vísbendingar um að talibanar séu hófsamari nú en áður. „Þeir eru að bíða þar til við yfirgefum Kabúl og þá hefjast blóðsúthellingarnar þegar það eru engir blaðamenn og engir útlendingar til að verða vitni að þeim,“ sagði Herbert við Sky-sjónvarpsstöðina. "They are biding their time until we leave Kabul, and then the blood letting will start"Charlie Herbert says the Taliban's press conference was "a farce" and that there is "simply no evidence that they have moderated in any shape, way or form"https://t.co/0PSyX5y0Mq pic.twitter.com/QEJCa0rI5p— Sky News (@SkyNews) August 18, 2021 Afganistan Bretland Tengdar fréttir Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Talibanar hafa tekið nær öll völd í Afganistan á leifturhraða nú þegar innan við hálfur mánuður er þar til bandarískt herlið yfirgefur landið eftir tuttugu ára hersetu. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land, minnugir harðstjórnar íslömsku öfgamannanna frá fyrri stjórnartíð þeirra. Konur nutu nær engra réttinda og grimmilegum refsingum var beitt þegar talibanar réðu lögum og lofum frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn afganska stjórnarhernum undanfarin ár hafa talibanar beitt sjálfsmorðsárásum sem hafa fellt fjölda óbreyttra borgara. Þrátt fyrir það segir Nick Carter, hershöfðingi og æðsti yfirmaður breska hersins, að talibanar kunni að hafa tekið breytingum frá því fyrir tuttugu árum. „Við verðum að vera þolinmóð, við verðum að halda ró okkar og gefa þeim rými til að mynda ríkisstjórn og við veðrum að gefa þeim tækifæri til að sanna sig. Það kanna að vera að þessir talibanar séu aðrir en þeir talibanar sem fólk man eftir frá 10. áratugnum,“ sagði Carter við breska ríkisútvarpið BBC. Hann benti jafnframt á að talibanar séu ekki einsleit samtök heldur hópur ólíkra ættbálka sem koma héðan og þaðan frá dreifðum byggðum Afganistans. Kallaði Carter talibana „sveitastráka“ sem hafi lífi sínu í samræmi við hefðbundin gildi Pashtun-fólksins, stærsta þjóðarbrotsins í Afganistan. „Það kunna að vera talibanar sem eru sanngjarnari, ekki eins kúgandi. Ef við lítum á hvernig þeir stýra Kabúl þessa stundina þá eru vísbendingar um að þeir séu sanngjarnari,“ sagði Carter. We may discover this Taliban is more reasonable but they are not a homogeneous organisation On #BBCBreakfast UK Chief of the Defence Staff General Sir Nick Carter says behaviour on the ground may not be inline with the Taliban s political commission. https://t.co/aEc9X6OUCE pic.twitter.com/4vRzhqol20— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) August 18, 2021 Dæmdir af gjörðum en ekki orðum Leiðtogar talibana hafa lofað öllu fögru um að konu njóti frelsis og menntunar í ríki þeirra. Þeir ætli sér ekki að koma fram hefndum gegn óvinum sínum. Efasemdaraddir hafa þó verið uppi um að þeir reyni nú að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins með fyrirheitum um bót og betrun en allt muni falla í fyrra horfa þegar og ef sú viðurkenning fæst. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði leiðtoga talibana við því að þeir yrðu dæmdir af gjörðum sínum en ekki orðum í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttstofunnar. „Við munum dæma þessa stjórn á grundvelli þeirra ákvarðana sem hún tekur og af gjörðum hennar frekar en af orðum hennar, af viðhorfi hennar til hryðjuverka, glæpa og fíkniefna og af aðgangi fyrir mannúðaraðstoð og réttindum stúlkna til náms,“ sagði Johnson á breska þinginu sem var kallað saman úr sumarfrí til að ræða stöðuna í Afganistan. Breskir uppgjafarhermenn eru fullir efasemda um að talibanar séu breyttir menn frá því á síðasta áratug síðustu aldar. Charlie Herbert, fyrrverandi yfirhershöfðingi sem starfaði í Afganistan á sínum tíma, segir engar vísbendingar um að talibanar séu hófsamari nú en áður. „Þeir eru að bíða þar til við yfirgefum Kabúl og þá hefjast blóðsúthellingarnar þegar það eru engir blaðamenn og engir útlendingar til að verða vitni að þeim,“ sagði Herbert við Sky-sjónvarpsstöðina. "They are biding their time until we leave Kabul, and then the blood letting will start"Charlie Herbert says the Taliban's press conference was "a farce" and that there is "simply no evidence that they have moderated in any shape, way or form"https://t.co/0PSyX5y0Mq pic.twitter.com/QEJCa0rI5p— Sky News (@SkyNews) August 18, 2021
Afganistan Bretland Tengdar fréttir Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40
Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00