Fótbolti

Fanndís tók fjögurra mánaða dóttur sína með út í Evrópuleikina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir með dóttur sína Elísu eftir leik í sumar.
Fanndís Friðriksdóttir með dóttur sína Elísu eftir leik í sumar. Instagram/fanndis90

Fanndís Friðriksdóttir og félagar hennar í Valsliðinu spila við þýska liðið Hoffenheim i fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag.

Fanndís er að koma aftur eftir barnsburðarleyfi og hún gat farið með út í þessa ferð þrátt fyrir heimsfaraldur.

Fanndís eignaðist dóttur í febrúar síðastliðnum og sú heitir Elísa Eyjólfsdóttir.

Það eru tvær Elísur í ferðinni því auk fyrirliðans Elísu Viðarsdóttur þá fór Elísa út með móður sinni.

Þetta verða fyrstu Evrópuleikir Fanndísar í fimm ár en hún missti af Evrópuleikjum Vals í fyrra enda í barnsburðarleyfi. Fanndís lék með Blikum í Evrópukeppninni 2016.

Leikurinn hefst klukkan 12.00 að íslenskum tíma.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Valskonum út í Zürich í Sviss þar sem leikirnir eru spilaðir. Þar má sjá myndir frá æfingu og hádegismaður þar sem Fanndís er einmitt með Elísu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×