Innlent

Vél Icelandair snúið við til Akureyrar vegna falskrar viðvörunar

Birgir Olgeirsson skrifar
Dash vél Icelandair. 
Dash vél Icelandair.  Vísir/Vilhelm

Farþegavél á vegum Icelandair var snúið við skömmu eftir flugtak frá Akureyrarflugvelli í dag.

 Flugmenn vélarinnar fengu viðvörun frá öryggiskerfi vélarinnar um að dyr á farangursrými vélarinnar væru ekki lokaðar. Ákveðið var að snúa við í varúðarskyni en við skoðun á Akureyrarflugvelli kom í ljós að um falska viðvörun væri að ræða.

Því var öruggt að leggja aftur af stað en förinni er heitið til Reykjavíkurflugvallar.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir enga hættu hafa verið á ferðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.