Forsetinn farinn úr landi - afganska stjórnin riðar til falls Snorri Másson skrifar 15. ágúst 2021 13:55 Ashraf Ghani er sitjandi forseti Afganistan. Wali Sabawoon/Getty Ashraf Ghani, sem hefur verið forseti Afganistan frá 2014, hefur samkvæmt afgönskum fjölmiðlum flúið land undan talíbönum, sem hafa komið sér fyrir í Kabúl. Fréttir bárust af því í morgun að sveitir talíbana hefðu umkringt Kabúl og jafnvel hafið innreið sína í borgina úr öllum áttum. Þannig virtist stefna í átök um þetta síðasta og mikilvægasta vígi stjórnarhersins í Afganistan, en ekki kom til harðvítugra átaka. Fljótlega var nefnilega haft eftir heimildarmönnum innan afgönsku stjórnarinnar að allt yrði gert til að forðast átök um Kabúl og það virðist hafa falið í sér að yfirvöld afhentu meira og minna talíbönum stjórnartaumana. Innanríkisráðherra talaði þannig um friðsamleg valdaskipti. Samkvæmt Tolo News, einum stærsta fjölmiðli í Afganistan, eru valdaskiptin ekki friðsamlegri en svo að Ghani sá sæng sína upp reidda og flúði land. Í sömu frétt er haft eftir heimildarmönnum með tengingar við talíbana að Ghani ætli að segja af sér. SPIEGEL segir að Ghani sé á leið til Tadjíkistan. Á sama hátt segir BBC frá því að Amrullah Saleh varaforseti sé einnig flúinn og að þrýst sé á stjórnina að segja af sér. Afganir örvæntingafullir um að komast á brott úr Kabúl í gær. Ástandið þar er langt í frá öruggt, einkum fyrir þá sem hafa verið hliðhollir stjórninni undanfarin ár.Paula Bronstein/Getty Images Á meðal skilyrða fyrir valdaskiptunum eru að talíbanar leyfa fjölda fólks sem er að reyna að yfirgefa borgina að gera það óáreitt. Þar á meðal er fjöldi fulltrúa bandarískra stjórnvalda en verið er að ferja hóp þeirra með þyrlu af sendiráðsþakinu. Slík örþrifaráð minna marga óþægilega á endalok Víetnamstríðsins þegar Bandaríkjamenn töpuðu Saígon árið 1975 og eru margir minnugir háðungarinnar sem þau örvæntingarfullu málalok höfðu í för með sér. Í tilfelli Afganistan hefur atburðarásin alls ekki verið eins og bjartsýnustu Bandaríkjamenn sáu fyrir sér, að afganski herinn hefði í fullu tré við talíbanann, heldur hafa talíbanar, nú aðeins fjórum mánuðum eftir að Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að senn yrðu allir bandarískir hermenn horfnir af afganskri grundu, meira og minna tekið völdin í öllu landinu. Undanfarið hefur Biden varið ákvörðun sína í viðtölum við fjölmiðla og sagt að óháð framvindunni núna hafi legið fyrir að endalaus viðvera Bandaríkjamanna í Afganistan yrði ekki réttlætt. Afganistan Tengdar fréttir Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56 Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fréttir bárust af því í morgun að sveitir talíbana hefðu umkringt Kabúl og jafnvel hafið innreið sína í borgina úr öllum áttum. Þannig virtist stefna í átök um þetta síðasta og mikilvægasta vígi stjórnarhersins í Afganistan, en ekki kom til harðvítugra átaka. Fljótlega var nefnilega haft eftir heimildarmönnum innan afgönsku stjórnarinnar að allt yrði gert til að forðast átök um Kabúl og það virðist hafa falið í sér að yfirvöld afhentu meira og minna talíbönum stjórnartaumana. Innanríkisráðherra talaði þannig um friðsamleg valdaskipti. Samkvæmt Tolo News, einum stærsta fjölmiðli í Afganistan, eru valdaskiptin ekki friðsamlegri en svo að Ghani sá sæng sína upp reidda og flúði land. Í sömu frétt er haft eftir heimildarmönnum með tengingar við talíbana að Ghani ætli að segja af sér. SPIEGEL segir að Ghani sé á leið til Tadjíkistan. Á sama hátt segir BBC frá því að Amrullah Saleh varaforseti sé einnig flúinn og að þrýst sé á stjórnina að segja af sér. Afganir örvæntingafullir um að komast á brott úr Kabúl í gær. Ástandið þar er langt í frá öruggt, einkum fyrir þá sem hafa verið hliðhollir stjórninni undanfarin ár.Paula Bronstein/Getty Images Á meðal skilyrða fyrir valdaskiptunum eru að talíbanar leyfa fjölda fólks sem er að reyna að yfirgefa borgina að gera það óáreitt. Þar á meðal er fjöldi fulltrúa bandarískra stjórnvalda en verið er að ferja hóp þeirra með þyrlu af sendiráðsþakinu. Slík örþrifaráð minna marga óþægilega á endalok Víetnamstríðsins þegar Bandaríkjamenn töpuðu Saígon árið 1975 og eru margir minnugir háðungarinnar sem þau örvæntingarfullu málalok höfðu í för með sér. Í tilfelli Afganistan hefur atburðarásin alls ekki verið eins og bjartsýnustu Bandaríkjamenn sáu fyrir sér, að afganski herinn hefði í fullu tré við talíbanann, heldur hafa talíbanar, nú aðeins fjórum mánuðum eftir að Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að senn yrðu allir bandarískir hermenn horfnir af afganskri grundu, meira og minna tekið völdin í öllu landinu. Undanfarið hefur Biden varið ákvörðun sína í viðtölum við fjölmiðla og sagt að óháð framvindunni núna hafi legið fyrir að endalaus viðvera Bandaríkjamanna í Afganistan yrði ekki réttlætt.
Afganistan Tengdar fréttir Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56 Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56
Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent