Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Árni Sæberg skrifar 14. ágúst 2021 23:54 Vígamenn Talíbana skömmu eftir að þeir tóku yfir borgina Herat í nágrenni Kabúl á dögunum. (AP Photo/Hamed Sarfarazi) Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. Afgönsk stjórnvöld höfðu lofað að verja borgina með kjafti og klóm. Tveir fyrrverandi stríðsherrar höfðu ljáð stjórnvöldum lið í baráttu þeirra við Talíbanana. Annar þeirra segir að stjórnarherinn hafi gefist upp fyrstur þegar Talíbanar gerðu stórsókn á borgina. Talíbanar fara nú með öll völd í 24 af 34 héraðshöfuðborgum Afganistan. Stjórnin heldur enn Kabúl og nokkrum héruðum í mið- og austurhluta landsins. Rýming Kabúl er hafin Flest erlend stjórnvöld reyna nú eftir fremsta megni að koma ríkisborgurum sínum, sem búa í Afganista, frá landinu. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, sagði til að mynda í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að verið væri að forða öllum erlendum starfsmönnum skólans frá Kabúl. Sjálfur sé hann á Spáni og hyggist ekki snúa aftur til Afganistan meðan Talíbanar ráða ríkjum. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti sent fimm þúsund manna herlið til Kabúl til að aðstoða bandaríska starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Kabúl við að forða sér. The Guardian greinir frá þessu. Mikil ótti ríkir í Afganistan og hafa margir almennir borgarar reynt að flýja landið. Stjórnvöld í Kanada tilkynntu í gær að þau myndu taka við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum. Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55 Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu. 14. ágúst 2021 19:27 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Afgönsk stjórnvöld höfðu lofað að verja borgina með kjafti og klóm. Tveir fyrrverandi stríðsherrar höfðu ljáð stjórnvöldum lið í baráttu þeirra við Talíbanana. Annar þeirra segir að stjórnarherinn hafi gefist upp fyrstur þegar Talíbanar gerðu stórsókn á borgina. Talíbanar fara nú með öll völd í 24 af 34 héraðshöfuðborgum Afganistan. Stjórnin heldur enn Kabúl og nokkrum héruðum í mið- og austurhluta landsins. Rýming Kabúl er hafin Flest erlend stjórnvöld reyna nú eftir fremsta megni að koma ríkisborgurum sínum, sem búa í Afganista, frá landinu. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, sagði til að mynda í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að verið væri að forða öllum erlendum starfsmönnum skólans frá Kabúl. Sjálfur sé hann á Spáni og hyggist ekki snúa aftur til Afganistan meðan Talíbanar ráða ríkjum. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti sent fimm þúsund manna herlið til Kabúl til að aðstoða bandaríska starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Kabúl við að forða sér. The Guardian greinir frá þessu. Mikil ótti ríkir í Afganistan og hafa margir almennir borgarar reynt að flýja landið. Stjórnvöld í Kanada tilkynntu í gær að þau myndu taka við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum.
Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55 Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu. 14. ágúst 2021 19:27 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03
Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55
Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu. 14. ágúst 2021 19:27