Harpa heldur að hún sé hundur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2021 20:04 Sveitalífið hefur meira og minna snúist um Hörpu á Fjarkastokki skammt frá Þykkvabæ í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Á bænum Fjarkastokki rétt áður en maður kemur í Þykkvabæ eru Steinþór Runólfsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir með lítinn sjálfsþurftbúskap en þau eru með kindur og hesta. Í vor bar ær hjá þeim þremur lömbum en hafnaði einu þeirra, sem varð þá heimalningur og fékk nafnið RökkurHarpa, alltaf kölluð Harpa. Harpa var Harpa vanin undir tíkina Sál, sem hefur í rauninni alið hana upp en hún er af Golden Retriever kyni. Gimbrin Harpa, sem heldur að hún sé hundur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var bara til þess að hlífa henni við því að hafa hana í hjónarúminu hjá okkur á milli. Það gekk bara vel. Hún hefur sofið hjá henni síðan og hefur fylgt henni hvert fótmál og já, hún þurfi aldrei að sofa á milli þess vegna. Hún heldur örugglega að hún sé hundur því Harpa lítur allavega afskaplega mikið niður á kindurnar, finnst þær alveg ömurlegar, hleypur strax til hundanna,“ segir Fanney Hrund og hlær. Fanney Hrund segir að Sál hafi tekið Hörpu strax mjög vel og leyft lambinu að hnoðast á sér og leika allskonar kúnstir án þess að vera að æsa sig yfir því. Þær elska að hlaupa með þegar þau hjónin fara á hestbak. Fanney Hrund og Harpa heima í sveitinni eftir útreiðatúr. „Það hefur bara gengið ljómandi vel en það er þó svolítið erfitt að hún heimtar alltaf að fá að fara í reiðtúr en hún nú ekkert mjög íþróttamannlega vaxin og ekki mjög þolin, maður þarf að fara svolítið hægt.“ Harpa hefur líka sérstakan áhuga á bílum því hún nuddar sér utan í alla bíla sem koma á hlaðið á Fjarkastokki og stangar þá jafnvel, fái hún tækifæri til þess. Fanney Hrund segir sveitalífið dásamlegt líf. „Já, maður á að njóta þess að vera í kringum dýrin og finna þennan takt. Ég held að margir séu búnir að missa tenginguna aðeins við sveitina og þá eru bara forréttindi að fá að lifa í þessum lífsins takti, það finnst mér allavega.“ Fanney Hrund segir Hörpu magnað lamb, sem hafi gefið fjölskyldunni á dýrunum mikið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Dýr Hundar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Á bænum Fjarkastokki rétt áður en maður kemur í Þykkvabæ eru Steinþór Runólfsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir með lítinn sjálfsþurftbúskap en þau eru með kindur og hesta. Í vor bar ær hjá þeim þremur lömbum en hafnaði einu þeirra, sem varð þá heimalningur og fékk nafnið RökkurHarpa, alltaf kölluð Harpa. Harpa var Harpa vanin undir tíkina Sál, sem hefur í rauninni alið hana upp en hún er af Golden Retriever kyni. Gimbrin Harpa, sem heldur að hún sé hundur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var bara til þess að hlífa henni við því að hafa hana í hjónarúminu hjá okkur á milli. Það gekk bara vel. Hún hefur sofið hjá henni síðan og hefur fylgt henni hvert fótmál og já, hún þurfi aldrei að sofa á milli þess vegna. Hún heldur örugglega að hún sé hundur því Harpa lítur allavega afskaplega mikið niður á kindurnar, finnst þær alveg ömurlegar, hleypur strax til hundanna,“ segir Fanney Hrund og hlær. Fanney Hrund segir að Sál hafi tekið Hörpu strax mjög vel og leyft lambinu að hnoðast á sér og leika allskonar kúnstir án þess að vera að æsa sig yfir því. Þær elska að hlaupa með þegar þau hjónin fara á hestbak. Fanney Hrund og Harpa heima í sveitinni eftir útreiðatúr. „Það hefur bara gengið ljómandi vel en það er þó svolítið erfitt að hún heimtar alltaf að fá að fara í reiðtúr en hún nú ekkert mjög íþróttamannlega vaxin og ekki mjög þolin, maður þarf að fara svolítið hægt.“ Harpa hefur líka sérstakan áhuga á bílum því hún nuddar sér utan í alla bíla sem koma á hlaðið á Fjarkastokki og stangar þá jafnvel, fái hún tækifæri til þess. Fanney Hrund segir sveitalífið dásamlegt líf. „Já, maður á að njóta þess að vera í kringum dýrin og finna þennan takt. Ég held að margir séu búnir að missa tenginguna aðeins við sveitina og þá eru bara forréttindi að fá að lifa í þessum lífsins takti, það finnst mér allavega.“ Fanney Hrund segir Hörpu magnað lamb, sem hafi gefið fjölskyldunni á dýrunum mikið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Dýr Hundar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira