Gríðarstór landsvæði hafa brunnið í Attica og á eyjunni Evia.epa/Kostas Tsironis
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, hefur beðist afsökunar á að ekki hafi tekist að ráða niðurlögum skógarelda í landinu. Jafnvel þótt allt hafi verið gert sem í mannlegu valdi standi til að kæfa eldana hafi það oft á tíðum ekki reynst nóg.
Gróðureldar hafa valdið gífurlegu tjóni á eyjunni Evia, í útjaðri höfuðborgarinnar Aþenu og víðar á Grikklandi. Þúsundir manna hafa verið fluttar burt af heimilum sínum og eldarnir hafa valdið gífurlegu eignatjóni.
Forsætisráðherrann sagði í sjónvarpsávarpi í gær að hann skyldi sársauka þeirra sem misst hefðu allt sitt en Grikkir væru nú í fodæmalausum aðstæðum. Vaxandi óánægju gætir meðal almennings vegna getuleysis stjórnkerfis landsins til að ráða niðurlögum eldanna.
Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla.
Ólétt kona sem flutt var á brott af eyjunni Evia í Grikklandi vegna mikilla gróðurelda sem þar geisa segir aðstæður á eyjunni líkjast hryllingsmynd.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.