Innlent

Þyrlan sótti slasaðan ferðamann á gossvæðið

Árni Sæberg skrifar
Þyrla landhelgisgæslunnar var á æfingu út af Reykjanesi.
Þyrla landhelgisgæslunnar var á æfingu út af Reykjanesi. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli á þriðja tímanum í dag vegna slasaðs ferðamanns. Erlend kona hafði hrasað í miklum halla en þyrla Landhelgisgæslunnar var í næsta nágrenni við æfingar ásamt varðskipinu Þór. 

Konan var flutt til aðhlynningar á Landspítalann að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var þyrlan skammt frá þegar slysið varð enda var landhelgisgæslan við æfingar út af Reykjanesi. 

Unnt var að bregðast fljótt við útkallinu og var konan komin á Landspítalann aðeins rúmum hálftíma eftir að útkallið barst Landhelgisgæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×