Newcastle að ganga á kaupunum á miðjumanninum efnilega frá Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 17:02 Joe Willock skoraði átta mörk er hann var á láni hjá Newcastle á síðustu leiktíð. David Klein/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Newcastle United er við það að ganga frá kaupum á enska miðjumanninum Joseph George Willock sem sló í gegn í norðurhluta Englands á síðustu leiktíð. Talið er að kaupverðið sé í kringum 22 milljónir punda. Willock sló í gegn með Newcastle á síðari hluta síðustu leiktíðar þar sem hann skoraði átta mörk í 14 leikjum. Þessi efnilegi miðjumaður verður 22 ára gamall þann 20. ágúst næstkomandi og þrátt fyrir að hafa tekið þátt í alls 78 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum hefur hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Newcastle. Willock tók alls þátt í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019/2020 en var ekki í myndinni hjá Mikel Arteta á síðustu leiktíð. Tækifærin voru af skornum skammti og þó hann hafi raðað inn mörkum á síðari hluta síðustu leiktíðar þá virðist Arteta ekki hafa skipt um skoðun. Hinn trausti blaðamaður David Ornstein greindi frá á Twitter-síðu sinni. Hann segir samninginn ekki alveg frágenginn en það ætti að styttast í að Willock verði samningsbundinn Newcastle United. Exclusive: Newcastle have agreed a fee with Arsenal to sign Joe Willock on a permanent basis. Personal terms still need to be finalised so deal not yet done. Price would be in excess of £20m for the 21y England youth midfielder @TheAthleticUK #NUFC #AFC https://t.co/T0AIMXOqHN— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2021 Willock yrði fyrsti leikmaðurinn sem Arsenal selur úr aðalliðshóp sínum í sumar. Félagið hefur nú þegar eytt yfir 70 milljónum punda í nýja leikmenn en ekki fengið krónu inn á sama tíma. Fjöldi leikmanna er þó orðaður frá félaginu, þar má nefna Rúnar Alex Rúnarsson, Héctor Bellerín, Sead Kolašinac, Lucas Torreira og Ainsley Maitland-Niles. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur í fyrsta leik tímabilsins en Newcastle United fær West Ham United í heimsókn á sunnudaginn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Willock sló í gegn með Newcastle á síðari hluta síðustu leiktíðar þar sem hann skoraði átta mörk í 14 leikjum. Þessi efnilegi miðjumaður verður 22 ára gamall þann 20. ágúst næstkomandi og þrátt fyrir að hafa tekið þátt í alls 78 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum hefur hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Newcastle. Willock tók alls þátt í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019/2020 en var ekki í myndinni hjá Mikel Arteta á síðustu leiktíð. Tækifærin voru af skornum skammti og þó hann hafi raðað inn mörkum á síðari hluta síðustu leiktíðar þá virðist Arteta ekki hafa skipt um skoðun. Hinn trausti blaðamaður David Ornstein greindi frá á Twitter-síðu sinni. Hann segir samninginn ekki alveg frágenginn en það ætti að styttast í að Willock verði samningsbundinn Newcastle United. Exclusive: Newcastle have agreed a fee with Arsenal to sign Joe Willock on a permanent basis. Personal terms still need to be finalised so deal not yet done. Price would be in excess of £20m for the 21y England youth midfielder @TheAthleticUK #NUFC #AFC https://t.co/T0AIMXOqHN— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2021 Willock yrði fyrsti leikmaðurinn sem Arsenal selur úr aðalliðshóp sínum í sumar. Félagið hefur nú þegar eytt yfir 70 milljónum punda í nýja leikmenn en ekki fengið krónu inn á sama tíma. Fjöldi leikmanna er þó orðaður frá félaginu, þar má nefna Rúnar Alex Rúnarsson, Héctor Bellerín, Sead Kolašinac, Lucas Torreira og Ainsley Maitland-Niles. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur í fyrsta leik tímabilsins en Newcastle United fær West Ham United í heimsókn á sunnudaginn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira