Íslenski boltinn

„Vitum að þetta er ekkert búið“

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Daníel Finns Matthíasson
Daníel Finns Matthíasson

Daníel Finns Matthíasson átti flottan leik fyrir Leikni þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Vals

„Já við gerðum allt það sem við vildum gera. Vorum þéttir, beittum skyndisóknum og spiluðum fótbolta eins og við erum bestir í,“ sagði Daníel í samtali við Vísi í leikslok.

Leiknismenn fengu betri færi í leiknum en það tók talsverðan tíma að skora, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þar sem varnarmenn komust fyrir skot.

„Við vissum nákvæmlega hvað við þurftum að gera til þess að vinna leikinn svo við höfðum engar áhyggjur af klikkuðum skotum.“

Leiknir er í ágætis stöðu í deildinni núna en Daníel er ekkert að missa sig í gleðinni.

„Við tökum bara einn leik í einu og vitum að þetta er ekkert búið. Það hafa alveg lið fallið í stöðunni sem við erum í og það er bara næsti leikur á móti FH. Við hlökkum til.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×