Innlent

Bein útsending: Hvað er „terf-ismi“ og hvernig má sporna við honum?

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Transfólk hefur löngum átt undir högg að sækja og farið varhluta af þeirri sátt sem hefur almennt náðst í samfélaginu um réttindi hinsegin fólks.
Transfólk hefur löngum átt undir högg að sækja og farið varhluta af þeirri sátt sem hefur almennt náðst í samfélaginu um réttindi hinsegin fólks.

Enska skammstöfunin TERF stendur fyrir „trans-exclusionary radical feminist“, eða „trans-útilokandi öfgafullur femínisti“. Hugtakið er nokkuð umdeilt en hefur með tímanum verið útvíkkað til að ná almennt til áróðurs gegn transfólki.

Rithöfundurinn J.K. Rowling er meðal þeirra sem hefur verið sökuð um terfisma, meðal annars fyrir að dreifa þeirri hugmynd meðal milljónum fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum að stúlkum og konum stafi hætta af transkonum í rýmum á borð við salerni og skiptiklefa.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland.Móa Gustum

Raunar er Twitter-síða Rowling nú fyrsta niðurstaða Google-leitar að „TERF“.

En hvernig skilgreinir transfólk terfisma og af hverju er hann hættulegur? Og hvað geta feminísk samtök og þjónustuaðilar gert til að sporna gegn honum? 

Hvernig er best að ræða málefni er varða transfólk með skynsemi og virðingu að leiðarljósi?

Þessum spurningum og fleirum verður freistað að svara á fræðslufundi sem samtökin Trans Ísland standa fyrir á Hinsegin dögum. Formaður samtakanna, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, stjórnar pallborðsumræðum.

Vísir streymir frá fundinum, sem hefst kl. 11.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×