WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 17:39 Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. AP/Christophe Ena Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. Lönd eins og Ísrael, Frakkland og Þýskaland hafa þegar byrjað að endurbólusetja fólk til að freista þess að styrkja ónæmi þess gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Fleiri lönd íhuga að fylgja í fótspor þeirra vegna uppgangs bráðsmitandi delta-afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu þeirra sem fengu einn skammt af Janssen-bóluefninu á Íslandi. Þá hefur öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem voru bólusettir með Janssen verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), benti á að ríkari þjóðir heims hafi þegar gefið um hundrað skammta af bóluefni gegn Covid-19 fyrir hverja hundrað íbúa að meðaltali í dag. Snauðari þjóðir hafi á sama tíma aðeins gefið um 1,5 skammta fyrir hverja hundrað íbúa, fyrst og fremst vegna skorts á framboði á bóluefnum. Markmið WHO er að tryggja að í það minnsta 10% íbúa allra landa heims verði bólusett í haust. Í því skyni kallaði Ghebreyesus eftir því að endurbólusetningum yrði frestað þar til að minnsta kosti í lok september. Sérfræðingar WHO telja það ekki vísindalega sannað að endurbólusetning fólks sem hefur þegar fengið tvo skammta bóluefnis gagnist til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Á sama tíma hefur stofnunin bent á að því lengur sem veiran fær að breiðast út um heiminn því líklegri verði að ný afbrigði komi fram sem geti dregið heimsfaraldurinn á langinn. „Eins og við hefur séð með hverju nýja afbrigðinu sem kemur fram komumst við ekki út úr þessu nema að allur heimurinn komist út úr þessu saman. Með þeirri gríðarlegu misskiptingu sem ríkir í dreifingu bóluefna mun okkur einfaldlega ekki takast það,“ segir Bruce Aylward, sérstakur ráðgjafi Ghebreyesus. WHO hefur þó engin völd til þess að knýja þjóðir til þess að fara að tilmælum sínum. Margar þjóðir hafa hunsað tilmæli stofnunarinnar um að gefa fátækari þjóðum bóluefni og að auka framleiðslu þeirra í þróunarríkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Lönd eins og Ísrael, Frakkland og Þýskaland hafa þegar byrjað að endurbólusetja fólk til að freista þess að styrkja ónæmi þess gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Fleiri lönd íhuga að fylgja í fótspor þeirra vegna uppgangs bráðsmitandi delta-afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu þeirra sem fengu einn skammt af Janssen-bóluefninu á Íslandi. Þá hefur öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem voru bólusettir með Janssen verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), benti á að ríkari þjóðir heims hafi þegar gefið um hundrað skammta af bóluefni gegn Covid-19 fyrir hverja hundrað íbúa að meðaltali í dag. Snauðari þjóðir hafi á sama tíma aðeins gefið um 1,5 skammta fyrir hverja hundrað íbúa, fyrst og fremst vegna skorts á framboði á bóluefnum. Markmið WHO er að tryggja að í það minnsta 10% íbúa allra landa heims verði bólusett í haust. Í því skyni kallaði Ghebreyesus eftir því að endurbólusetningum yrði frestað þar til að minnsta kosti í lok september. Sérfræðingar WHO telja það ekki vísindalega sannað að endurbólusetning fólks sem hefur þegar fengið tvo skammta bóluefnis gagnist til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Á sama tíma hefur stofnunin bent á að því lengur sem veiran fær að breiðast út um heiminn því líklegri verði að ný afbrigði komi fram sem geti dregið heimsfaraldurinn á langinn. „Eins og við hefur séð með hverju nýja afbrigðinu sem kemur fram komumst við ekki út úr þessu nema að allur heimurinn komist út úr þessu saman. Með þeirri gríðarlegu misskiptingu sem ríkir í dreifingu bóluefna mun okkur einfaldlega ekki takast það,“ segir Bruce Aylward, sérstakur ráðgjafi Ghebreyesus. WHO hefur þó engin völd til þess að knýja þjóðir til þess að fara að tilmælum sínum. Margar þjóðir hafa hunsað tilmæli stofnunarinnar um að gefa fátækari þjóðum bóluefni og að auka framleiðslu þeirra í þróunarríkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44