Erlent

Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar

Heimir Már Pétursson skrifar
Hlauparinn á flugvellinum í Narita í morgun.
Hlauparinn á flugvellinum í Narita í morgun. AP

Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar.

Timanovskaya óttaðist um framtíð sína þegar hún var kölluð heim til Belarús áður en Ólympíuleikunum lauk, eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína. Pólverjar veittu henni skjól þegar að hún leitaði í sendiráð þeirra í Tókýó og var búist við að henni yrði flogið beint til Póllands. 

Áfangastað var hins vegar breytt á síðustu stundu, samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni á flugvellinum í Tókýó. Áður en hún yfirgaf borgina sagði hún fjölmiðlamönnum að hún væri ekki pólitísk og vonaðist til að geta einhvern tíma snúið aftur til heimalandsins. 

Eiginmaður hennar hefur flúið Belarús og er nú í Úkraínu.


Tengdar fréttir

Al­þjóðaólympíu­nefndin krefst út­skýringa af Hvíta-Rúss­landi

Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.

Tsi­ma­nou­ska­ya komin með land­vistar­leyfi í Pól­landi

Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum.

Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim

Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×