Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 22:36 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Vísir/Vilhelm Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst. Halla Hrund tók við embætti orkumálastjóra í sumar en hún hefur síðustu ár stýrt miðstöð norðurslóða við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði hún orkuskipti í samgöngum sérstaklega mikilvæg þegar horft væri til loftslagsbreytinga sem sýni sífellt af sér alvarlegri hliðar. Sagðist hún telja tækifæri til þess að gera betur í íslensku samfélagi þrátt fyrir að hér hefði ýmislegt tekist vel til á undanförnum árum og áratugum. „Eitt af lykilverkefnunum framundan þegar kemur að orkumálum hér heima er að klára orkuskiptin. Þá erum við ekki bara að horfa til orkuskipta í samgöngum á landi heldur erum við líka að horfa á orkuskipti til lengri tíma litið bæði á sjó og einnig í flugsamgöngum,“ sagði Halla Hrund. Þarf að fjölga hraðhleðslustöðvum Um fjórðungur bíla sem var nýskráður í fyrra var rafbílar. Halla Hrund sagði að þegar tekið sé tillit til líftíma farartækja þurfi að gera töluvert betur ætli Íslendingar sér að ná lengra á næstu árum í orkuskiptum bílaflotans. Stjórnvöld spili þar stórt hlutverk, bæði með því að greiða leiðina með ýmsum hvötum og ívilnunum og með því að passa að innviðir séu aðgengilegir og nýtist fólki sem best sama hvar það er á landinu. Í því samhengi nefndi hún hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Nú sé svo komið að rafbílaeigendur ættu ekki að vera í vandræðum með að hlaða bíla sína hringinn í kringum landið en betur megi ef duga skuli. „Það er til dæmis þörf á því að bæta fjölda hraðhleðslustöðva sem gera það að verkum að þú þarft að bíða styttra eftir því að klára að hlaða farartækið þitt. Þannig að það er nóg framundan,“ sagði orkumálastjóri. Benti hún á að stjórnvöld hafi sýnt málaflokknum sífellt meiri áhuga og veitt honum aukinn stuðning á undanförnum árum. Þannig hafi framlög í orkusjóð undir Orkustofnun margfaldast. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni til þess að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt land. Sátt ríki um nýtingu vindorku Halla Hrund var spurð sérstaklega út í hlutverk vindorku í orkuskiptum hérlendis. Sagði hún ljóst að vindorka ætti eftir að spila stórt hlutverk í orkuskiptum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Mörg tækifæri væru til þróunar vindorku á Íslandi. Mikilvægt væri þó að vandað væri til leikreglna og ferla við ákvörðunartökur þannig að sátt gæti ríkt og tækifærin væru nýtt með sem bestum hætti. Þörf væri á margskonar lausnum í orkuskiptunum og þar gætu rafmagn, vetni og lífdísill leikið sín hlutverk. „Ég held að góðu fréttirnar í þessu samhengi séu að Ísland hefur þegar náð miklum árangri. Við erum fámenn þjóð, við erum vel menntuð þjóð og ég held að við höfum sýnt að getum allt sem við ætlum okkur, þannig að ég er bjartsýn,“ sagði Halla Hrund. Orkumál Loftslagsmál Vistvænir bílar Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Halla Hrund tók við embætti orkumálastjóra í sumar en hún hefur síðustu ár stýrt miðstöð norðurslóða við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði hún orkuskipti í samgöngum sérstaklega mikilvæg þegar horft væri til loftslagsbreytinga sem sýni sífellt af sér alvarlegri hliðar. Sagðist hún telja tækifæri til þess að gera betur í íslensku samfélagi þrátt fyrir að hér hefði ýmislegt tekist vel til á undanförnum árum og áratugum. „Eitt af lykilverkefnunum framundan þegar kemur að orkumálum hér heima er að klára orkuskiptin. Þá erum við ekki bara að horfa til orkuskipta í samgöngum á landi heldur erum við líka að horfa á orkuskipti til lengri tíma litið bæði á sjó og einnig í flugsamgöngum,“ sagði Halla Hrund. Þarf að fjölga hraðhleðslustöðvum Um fjórðungur bíla sem var nýskráður í fyrra var rafbílar. Halla Hrund sagði að þegar tekið sé tillit til líftíma farartækja þurfi að gera töluvert betur ætli Íslendingar sér að ná lengra á næstu árum í orkuskiptum bílaflotans. Stjórnvöld spili þar stórt hlutverk, bæði með því að greiða leiðina með ýmsum hvötum og ívilnunum og með því að passa að innviðir séu aðgengilegir og nýtist fólki sem best sama hvar það er á landinu. Í því samhengi nefndi hún hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Nú sé svo komið að rafbílaeigendur ættu ekki að vera í vandræðum með að hlaða bíla sína hringinn í kringum landið en betur megi ef duga skuli. „Það er til dæmis þörf á því að bæta fjölda hraðhleðslustöðva sem gera það að verkum að þú þarft að bíða styttra eftir því að klára að hlaða farartækið þitt. Þannig að það er nóg framundan,“ sagði orkumálastjóri. Benti hún á að stjórnvöld hafi sýnt málaflokknum sífellt meiri áhuga og veitt honum aukinn stuðning á undanförnum árum. Þannig hafi framlög í orkusjóð undir Orkustofnun margfaldast. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni til þess að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt land. Sátt ríki um nýtingu vindorku Halla Hrund var spurð sérstaklega út í hlutverk vindorku í orkuskiptum hérlendis. Sagði hún ljóst að vindorka ætti eftir að spila stórt hlutverk í orkuskiptum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Mörg tækifæri væru til þróunar vindorku á Íslandi. Mikilvægt væri þó að vandað væri til leikreglna og ferla við ákvörðunartökur þannig að sátt gæti ríkt og tækifærin væru nýtt með sem bestum hætti. Þörf væri á margskonar lausnum í orkuskiptunum og þar gætu rafmagn, vetni og lífdísill leikið sín hlutverk. „Ég held að góðu fréttirnar í þessu samhengi séu að Ísland hefur þegar náð miklum árangri. Við erum fámenn þjóð, við erum vel menntuð þjóð og ég held að við höfum sýnt að getum allt sem við ætlum okkur, þannig að ég er bjartsýn,“ sagði Halla Hrund.
Orkumál Loftslagsmál Vistvænir bílar Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira