Erlent

Tveir litlir pönduhúnar komu í heiminn í nótt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mamman virtist einkar ánægð með litlu börnin sín.
Mamman virtist einkar ánægð með litlu börnin sín. AP

Risapandan Huan Huan fæddi tvíbura í Beauval dýragarðinum í París laust eftir klukkan eitt í nótt. Húnarnir vógu 129 og 149 grömm og heilsast báðum vel. Móðirin tók bleiku ungana sína strax í fangið og þreif þá áður en hún leyfði starfsfólki að hlúa að þeim.

Fæðingunni var fagnað ákaft í dýragarðinum enda sjaldgæf sjón því pöndur eiga afar erfitt með getnað. Foreldrarnir eru báðir fengnir að láni frá Kína og verða húnarnir sendir þangað þegar þeir eru orðnir nokkurra ára og nógu stálpaðir í ferðalagið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×