Átta hundruð nýjar íbúðir byggðar í Vogunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2021 13:08 Um 1300 manns búa í Vogunum í dag en þar hefur verið mikið byggt síðustu ár og verður mikið byggt næstu ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjunum því þar eru að hefjast framkvæmdir við byggingu á átta hundruð nýjum íbúðum. Íbúar sveitarfélagsins í dag eru um þrettán hundruð. Sveitarfélagið Vogar er eitt af þeim sveitarfélögum þar sem mikið er að gerast í fjölbreyttum framkvæmdum samhliða auknum íbúafjölda. Stærsta verkefnið núna er formlega hafið en það er bygging nýs íbúðahverfi á svokölluð Grænuborgarsvæði í samvinnu við einkaaðila. Þar á að byggja 800 nýjar íbúðir á næstu 10 árum. Ásgeir Eiríksson er bæjarstjóri í Vogunum. „Þetta er mikil framkvæmd í ekki stærra sveitarfélagi. Það er ágætt að setja þetta í samhengi við fjölda íbúða, sem eru hér fyrir í sveitarfélaginu, þær eru tæplega 500, svona 470 og það að fá 800 íbúðir í viðbót á 10 árum er ríflega tvöföldun“, segir Ásgeir. Hvernig viðtökur eru þið að fá við þessu nýja hverfi? „Mér sýnist þær vera mjög góðar. Fólk er að átta sig á því að við erum það vel staðsett hér, gagnvart bæði höfuðborgarsvæðinu og alþjóðaflugvellinum, svona mitt á milli, jafn langt í báðar áttir og það eru margir, sem sjá sér hag í því.“ Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er bjartsýnn á framtíð sveitarfélagsins og byggingu nýja hverfisins í Vogunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgeir segir nýja byggingarlandið mjög fallegt, það halli út á sjó með stórkostlegu útsýni út á Faxaflóa, norður á Snæfellsnes og á björtum og fallegum dögum sjáist Snæfellsjökul. En hvaða fólk heldur Ásgeir að muni flytja í nýja Grænuborgarhverfið? „Það er ekki gott að segja, það er auðvitað held ég bara þverskurður af samfélaginu, sem skoðar þennan valkost hjá okkur. Sveitarfélagið sjálft er nýbúið að standa að uppbyggingu á svokölluðu miðbæjarsvæði þar sem sveitarfélagið réðst í gatnagerð og úthlutaði lóðum. Það er langt komið það hverfi og þar sjáum við einmitt mjög mikinn fjölbreytileika í samsetningu íbúana.“ Þannig að þú ert bara bjartsýnn og kátur? „Já, ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og Vogarnir og sveitarfélagið allt á mikla og bjarta framtíð fyrir sér þannig að ég sé ekki annað en að við séum í góðum málum,“ segir Ásgeir. Nú þegar eru fyrstu húsin risin í nýja Grænuborgarhverfinu þar sem 800 íbúðir verða byggð á næstu 10 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Húsnæðismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sveitarfélagið Vogar er eitt af þeim sveitarfélögum þar sem mikið er að gerast í fjölbreyttum framkvæmdum samhliða auknum íbúafjölda. Stærsta verkefnið núna er formlega hafið en það er bygging nýs íbúðahverfi á svokölluð Grænuborgarsvæði í samvinnu við einkaaðila. Þar á að byggja 800 nýjar íbúðir á næstu 10 árum. Ásgeir Eiríksson er bæjarstjóri í Vogunum. „Þetta er mikil framkvæmd í ekki stærra sveitarfélagi. Það er ágætt að setja þetta í samhengi við fjölda íbúða, sem eru hér fyrir í sveitarfélaginu, þær eru tæplega 500, svona 470 og það að fá 800 íbúðir í viðbót á 10 árum er ríflega tvöföldun“, segir Ásgeir. Hvernig viðtökur eru þið að fá við þessu nýja hverfi? „Mér sýnist þær vera mjög góðar. Fólk er að átta sig á því að við erum það vel staðsett hér, gagnvart bæði höfuðborgarsvæðinu og alþjóðaflugvellinum, svona mitt á milli, jafn langt í báðar áttir og það eru margir, sem sjá sér hag í því.“ Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er bjartsýnn á framtíð sveitarfélagsins og byggingu nýja hverfisins í Vogunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgeir segir nýja byggingarlandið mjög fallegt, það halli út á sjó með stórkostlegu útsýni út á Faxaflóa, norður á Snæfellsnes og á björtum og fallegum dögum sjáist Snæfellsjökul. En hvaða fólk heldur Ásgeir að muni flytja í nýja Grænuborgarhverfið? „Það er ekki gott að segja, það er auðvitað held ég bara þverskurður af samfélaginu, sem skoðar þennan valkost hjá okkur. Sveitarfélagið sjálft er nýbúið að standa að uppbyggingu á svokölluðu miðbæjarsvæði þar sem sveitarfélagið réðst í gatnagerð og úthlutaði lóðum. Það er langt komið það hverfi og þar sjáum við einmitt mjög mikinn fjölbreytileika í samsetningu íbúana.“ Þannig að þú ert bara bjartsýnn og kátur? „Já, ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og Vogarnir og sveitarfélagið allt á mikla og bjarta framtíð fyrir sér þannig að ég sé ekki annað en að við séum í góðum málum,“ segir Ásgeir. Nú þegar eru fyrstu húsin risin í nýja Grænuborgarhverfinu þar sem 800 íbúðir verða byggð á næstu 10 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Húsnæðismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira