Íslenski boltinn

Gæti FH keypt Arnar Gunnlaugs af Víkingi?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. Vísir/Hulda Margrét

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, er orðaður við þjálfarastöðuna hjá FH að tímabilinu loknu.

Þetta kom fram í útvarpsþætti Fótbolta.net X-inu 977 í gær.

Elvar Geir Magnússon, annar stjórnenda þáttarins og ritstjóri Fótbolta.net, sagði frá því að sögusagnir um að FH væri að undirbúa samningstilboð fyrir Arnar væru orðnar ansi háværar.

Ólafur Jóhannesson er þjálfari FH í dag en hann tók við liðinu af Loga Ólafssyni fyrr í sumar og réði sig aðeins til haustsins.

Elvar Geir sagði einnig að FH ætli sér að fá Nikolaj Hansen, markahæsta leikmann Víkings í sumar, með Arnari í Krikann.

Hinn stjórnandi þáttarins, Tómas Þór Þórðarson, sem einnig er annálaður stuðningsmaður Víkings benti á að Arnar væri með óuppsegjanlegan samning við Fossvogsliðið auk þess sem Nikolaj Hansen væri nýbúinn að skrifa undir samning til ársins 2023.

Umræðuna og þáttinn í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×