Innlent

Stuð og stemming á harmonikkufjöri á Borg í Grímsnesi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er formaður Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og fer fyrir hópnum, sem er á Borg í Grímsnesi um helgina að spila á hljóðfærin sín.
Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er formaður Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og fer fyrir hópnum, sem er á Borg í Grímsnesi um helgina að spila á hljóðfærin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikið stuð og stemming er á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi því þar eru harmoníkuleikarar, saxófónleikarar, trommuleikari og maður sem spilar á sög komnir saman til að skemmta sér og öðrum við dillandi tónlist og dans tjaldsvæðisgesta.

„Þetta er alveg endurnærandi fyrir líkama og sál, harmonikkan er svo skemmtilegt hljóðfæri. Afi minn spilaði á nikku og bróðir minn spilar og svo sogast maður að hljóðfærinu. Það er svolítið mikið að gera, þú ert með hægri og vinstri höndina og belginn,“ segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, formaður Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, sem er ein af spilurum helgarinnar á Borg.

Til stóð að vera með harmonikkuböll í félagsheimilinu á Borg um helgina en hætt var við það en í staðinn er spilað á tjaldsvæðinu. Hugað er vel að öllum sóttvörnum.

Það er líka spilað á sög á Borg um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Elísabet vill endilega koma þessari vísu á framfæri, sem Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit samdi í tilefni af heimsókn fréttamannsins á Borg.

Vel sér kemur eflaust enn

ykkar þykki skrápur

þegar fer að mynda menn

Magnús fréttasnápur.

Og að lokum þetta frá Elísabetu.

„Njótið lífsins, dansið, syngið og spilið eins og þið getið.“

Mjög góð stemming er á svæðinu enda margir hljóðfæraleikarar að spila saman og fólk að dansa á grasinuMagnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×