Innlent

Hand­tekinn fyrir að yfir­gefa far­sótta­hús fullur

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Myndin er síðan í fyrra og er tekin fyrir utan Foss­hótel Lind sem er næst Hlemmi af far­sótta­húsum borgarinnar.
Myndin er síðan í fyrra og er tekin fyrir utan Foss­hótel Lind sem er næst Hlemmi af far­sótta­húsum borgarinnar. Vísir/Baldur

Lög­regla hand­tók mann við Hlemm klukkan að verða ellefu í gær­kvöldi en sá átti að vera í far­sótta­húsi. Hann hafði yfir­gefið far­sótta­húsið ofur­ölvi í gær­kvöldi og var sökum á­stands síns vistaður í fanga­geymslu í nótt.

Þetta kemur fram í dag­legri til­kynningu lög­reglu til fjöl­miðla en þar kemur ekki fram hvort maðurinn hafi átt að vera í sótt­kví eða í ein­angrun með virkt smit.

Ekki segir heldur í hvaða far­sótta­húsi maðurinn átti að vera en tvö eru starf­rækt rétt við Hlemm á Rauðar­ár­stíg; Foss­hótel Lind og Foss­hótel Rauðar­á.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.