Enski boltinn

Trent hjá Liverpool til 2025

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. Getty/Nick Taylor

Enski varnarmaðurinn Trent Alexander-Arnold hefur gert nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool.

Nýr samningur Alexander-Arnold nær til ársins 2025 en þessi 22 ára gamli bakvörður hefur verið í stóru hlutverki hjá Liverpool undanfarin þrjú tímabil.

Trent er fæddur og uppalinn í Liverpool. Sex ára gamall hóf hann að æfa með yngri liðum félagsins og lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins í ensku úrvalsdeildinni 18 ára gamall.

Liverpool hefur leik í ensku úrvalsdeildinni þann 14.ágúst næstkomandi þegar liðið heimsækir nýliða Norwich.

Ekki hefur farið mikið fyrir Liverpool á leikmannamarkaðnum í sumar en varnarmaðurinn sterki, Ibrahima Konate, gekk í raðir félagsins fyrr í sumar frá þýska úrvalsdeildarliðinu RB Leipzig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×