Innlent

Eldur logaði glatt í bíl við Rauða­vatn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Slökkviliði tókst að slökkva hratt í bílnum þrátt fyrir að eldurinn hafi verið talsveðrur.
Slökkviliði tókst að slökkva hratt í bílnum þrátt fyrir að eldurinn hafi verið talsveðrur. Vísir/Ása

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út laust eftir klukkan sex vegna elds sem kom upp í bíl sem var á ferð við Rauðavatn.

Greiðlega tókst að slökkva í eldinum en hann var talsverður að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Einn dælubíll fór á vettvang og tókst honum greiðlega að komast á vettvang.

Varðstjóri segir erfitt að segja til um hvað hafi orðið til þess að eldurinn kom upp, sérstaklega þar sem glatt hafi logað í bílnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.