Innlent

Ákvæði um loftræstingu fjarlægt úr sóttvarnarreglum

Samúel Karl Ólason skrifar
Nú er það í höndum framkvæmdaaðila að leggja mat á hvort hægt sé að virða eins metra nálægðarmörkin í viðkomandi húsnæði. Annars þarf að vera með grímur.
Nú er það í höndum framkvæmdaaðila að leggja mat á hvort hægt sé að virða eins metra nálægðarmörkin í viðkomandi húsnæði. Annars þarf að vera með grímur. Getty

Búið er að gera tvær breytingar á núgildandi takmörkunum á samkomum vegna Covid-19. Önnur breytingin snýr að því að fjölda- og nálægðartakmarkanir snúi einnig að börnum og hin snýr að ákvæði um loftræstingu.

Breytingarnar voru tilkynntar á vef Heilbrigðisráðuneytisins nú í kvöld.

Í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar segir að fjölda- og nálágæðartakmarkanir nái einnig til barna sem eru fædd árið 2016 og fyrr. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að til að taka af öll tvímæli hafi verið ákveðið að þær takmarkanir nái einnig til fimmtu greinar reglugerðarinnar.

Sú grein fjallar um takmarkanir á starfsemi vegna sérstakrar smithættu og snýr að veitingastöðum, íþróttaviðburðum, skemmtunum og ýmsu öðru.

Ákvæði um loftræstingu fjarlægt

Seinni breytingin felur í sér að ákvæði um loftræstingu hefur verið tekið út úr reglugerðinni. Ákvæði sneri að því að fólk ætti að vera með grímur þar sem ekki væri hægt að tryggja eins metra fjarlægð eða húsnæði væri illa loftræst.

Ákvæðið þótti óljóst og erfitt í framkvæmd og var því fjarlægt.

Í stað þess er það nú í höndum framkvæmdaaðila að leggja mat á hvort hægt sé að virða eins metra nálægðarmörkin í viðkomandi húsnæði. Annars þarf að vera með grímur.


Tengdar fréttir

Vilja skýra sýn um framhald aðgerða

Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí.

Skoða að kalla heilbrigðisstarfsmenn úr sumarfríi

Verið er að skoða að kalla heilbrigðisstarfsfólk úr sumarfríi vegna stöðunnar í faraldri nýju kórónuveirunnar hér á landi. Þetta sagði Guðrún Aspelund yfirlæknir, á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Þriðji starfs­maður heilsu­gæslunnar greindist með veiruna

Starfsmenn heimahjúkrunar á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem greinst hafa með kórónuveiruna eru orðnir tveir. Áður hafði verið greint frá því að einn starfsmaður heimahjúkrunar hefði greinst, auk starfsmanns á heilsugæslunni Sólvangi, sem sinnti ungbarnaeftirliti.

Hert á reglum um sóttkví

Hert verður á reglum um sóttkví sem verða þá eins og þær voru áður en bólusetningar hófust hér á landi. Ekki verður lengur tekið tillit til þess hvort útsettur einstaklingur sé bólusettur eða ekki, segir sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.