Enski boltinn

Tottenham fær spænskan landsliðsmann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bryan Gil í leik með spænska landsliðinu á Ólympíleikunum í Tókýó.
Bryan Gil í leik með spænska landsliðinu á Ólympíleikunum í Tókýó. Masashi Hara/Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur samið við spænska landsliðsmannin Bryan Gil. Hann kemur til félagsins frá Sevilla og skrifar undir fimm ára samning.

Gil er tvítugur kantmaður sem kom í gegnum unglingastarf Sevilla. Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið í janúar 2019 og lék þá 14 leiki áður en hann gekk til liðs við Eibar á láni.

Hjá Eibar spilaði hann 28 leiki í deild og skoraði í þeim fjögur mörk þegar að liðið féll úr efstu deild Spánar. Einnig hefur hann leikið með öllum yngri landsliðum Spánverja, ásamt því að eiga að baki þrjá A-landsleiki.

Samkvæmt Sky Sports er kaupverðið talið vera 21,6 milljónir punda, ásamt því að Erik Lamela gengur í raðir Sevilla frá Tottenham.

Lamela lék 177 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og skoraði í þeim 17 mörk. Hann kom til félagsins árið 2013, og var þá einn af sjö leikmönnum sem Tottenham keypti fyrir peninginn sem félagið fékk fyrir söluna á Gareth Bale til Real Madrid, sem þá var dýrasti leikmaður sögunnar.

Lamela var sá eini af þessum sjö sem enn voru hjá félaginu, en nú hafa allir þeir sem keyptir voru fyrir Bale peningana horfið á braut.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.