Íslenski boltinn

Mark frá miðju og viðstöðulaus negla vindsins: Sjáðu öll mörkin í Pepsi Max

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA menn fagna hér sigurmarki Ásgeirs Sigurgeirssonar.
KA menn fagna hér sigurmarki Ásgeirs Sigurgeirssonar. Vísir/Hulda Margrét

Það var nóg af mörkum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær þegar fimm af sex leikjum fjórtándu umferðar fóru fram.

Flest mörkin voru í Víkinni þegar heimamenn unnu 3-2 sigur á Stjörnunni. Stjörnumenn opnuðu leikinn með ótrúlegu marki Oliver Haurits fyrir aftan miðju en skutluskalli Nikolaj Hansen kom Víkingsliðinu aftur inn í leikinn og markahæsti maður deildarinnar skoraði síðan annað skallamark sitt í seinni hálfleik. Helgi Guðjónsson kom Víkingi í 3-1 áður en Emil Atlason minnkaði muninn.

Ásgeir Sigurgeirsson tryggði KA 1-0 sigur á Leikni í Breiðholti og Steven Lennon skoraði þrennu í 3-0 sigri FH á ÍA á Akranesi.

Blikar færðu Josep Arthur Gibbs fyrsta markið á silfurfati og Frans Elvarsson innsiglaði 2-0 sigur Keflavíkur á Breiðabliki með skallamarki í byrjun seinni hálfleiks.

Valsmenn stóðu af sér stórsókn HK í fyrri hálfleik, Patrick Pedersen kom þeim í 1-0 rétt fyrir hálfleik og Valsliðið tók síðan öll völd í þeim síðari. Birkir Már Sævarsson kom Val í 2-0 með viðstöðulausu þrumuskoti og Andri Adolphsson innsiglaði síðan sigurinn með öðru frábæru skoti utan úr teig.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum fimm í gær.

Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Stjörnunnar
Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals
Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Breiðabliks
Klippa: Sigurmark KA á móti Leikni
Klippa: Þrenna Stevens Lennon á móti ÍAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.