Öruggir sigrar ÍBV og Þórs Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 20:01 Eyjamenn unnu góðan 4-1 sigur eftir að hafa lent undir. Tveir leikir voru á dagskrá í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. ÍBV og Þór unnu þar bæði örugga heimasigra. ÍBV tók á móti Grindavík í Vestmannaeyjum en aðeins þrjú stig skildu liðin að fyrir leik. ÍBV var í öðru sæti með 23 stig en Grindavík tveimur sætum neðar með 20 stig. Því var um að ræða mikilvægan leik í toppbaráttunni. Englendingurinn Dion Acoff skoraði fyrir Grindavík á 37. mínútu og gaf gestunum með því 1-0 forystu í leikhléi. Eyjamenn virðast hins vegar hafa tekið sig saman í andlitinu í hléi þar sem þeir skoruðu fjögur mörk gegn engu í síðari hálfleiknum. Sito, Guðjón Pétur Lýðsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu eitt mark hver og tryggðu Eyjamönnum þannig 4-1 sigur. ÍBV er því með 26 stig í öðru sætinu, sex stigum á eftir toppliði Fram sem á leik inni. Grindavík er sem fyrr eð 20 stig en fer niður fyrir Fjölni í fimmta sæti vegna lakari markatölu eftir tap kvöldsins. Vinni Vestri sinn leik í umferðinni fara þeir upp fyrir Grindavík, þar sem þeir eru með 19 stig í sjöunda sæti. Á Akureyri tók Þór á móti Gróttu. Aðeins eitt stig skildi liðin að í töflunni, Grótta var með 17 stig í sjöunda sæti en Þór með stigi minna, sæti neðar. Þegar 55 mínútur voru liðnar af leiknum höfðu Þórsarar komist 4-0 yfir eftir tvö mörk Ásgeirs Marinó Baldvinssonar sitt hvort markið frá Jóhanni Helga Hannessyni og Fannari Daða Malmquist Gíslasyni. Grótta svaraði með tveimur mörkum frá Kjartani Kára Halldórssyni og Pétri Theódóri Árnasyni en gátu ekki komið í veg fyrir 4-2 tap. Þór fer með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar, upp fyrir Gróttu og Vestra, en líkt og fram kemur að ofan á Vestri leik inni. ÍBV Þór Akureyri Lengjudeildin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
ÍBV tók á móti Grindavík í Vestmannaeyjum en aðeins þrjú stig skildu liðin að fyrir leik. ÍBV var í öðru sæti með 23 stig en Grindavík tveimur sætum neðar með 20 stig. Því var um að ræða mikilvægan leik í toppbaráttunni. Englendingurinn Dion Acoff skoraði fyrir Grindavík á 37. mínútu og gaf gestunum með því 1-0 forystu í leikhléi. Eyjamenn virðast hins vegar hafa tekið sig saman í andlitinu í hléi þar sem þeir skoruðu fjögur mörk gegn engu í síðari hálfleiknum. Sito, Guðjón Pétur Lýðsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu eitt mark hver og tryggðu Eyjamönnum þannig 4-1 sigur. ÍBV er því með 26 stig í öðru sætinu, sex stigum á eftir toppliði Fram sem á leik inni. Grindavík er sem fyrr eð 20 stig en fer niður fyrir Fjölni í fimmta sæti vegna lakari markatölu eftir tap kvöldsins. Vinni Vestri sinn leik í umferðinni fara þeir upp fyrir Grindavík, þar sem þeir eru með 19 stig í sjöunda sæti. Á Akureyri tók Þór á móti Gróttu. Aðeins eitt stig skildi liðin að í töflunni, Grótta var með 17 stig í sjöunda sæti en Þór með stigi minna, sæti neðar. Þegar 55 mínútur voru liðnar af leiknum höfðu Þórsarar komist 4-0 yfir eftir tvö mörk Ásgeirs Marinó Baldvinssonar sitt hvort markið frá Jóhanni Helga Hannessyni og Fannari Daða Malmquist Gíslasyni. Grótta svaraði með tveimur mörkum frá Kjartani Kára Halldórssyni og Pétri Theódóri Árnasyni en gátu ekki komið í veg fyrir 4-2 tap. Þór fer með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar, upp fyrir Gróttu og Vestra, en líkt og fram kemur að ofan á Vestri leik inni.
ÍBV Þór Akureyri Lengjudeildin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira