Fótbolti

Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina

Valur Páll Eiríksson skrifar
200 manna samkomutakmarkanir taka gildi á morgun og því ljóst að hólfaskipta þarf stúkum á ný.
200 manna samkomutakmarkanir taka gildi á morgun og því ljóst að hólfaskipta þarf stúkum á ný. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum.

Eftir þriggja klukkustunda langan fund á Egilsstöðum tilkynntu ráðherrar um nýjar reglur vegna bylgjunnar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði frá nýjum reglum í samtali við fréttastofu Stöðvar 2.

Bæði æfingar og keppnir verða heimilar með og án snertinga samkvæmt nýjum reglum með 100 manna hámarksfjölda. Allir íþróttaviðburðir geta því farið fram, líkt og æfingar.

Framan af sumri voru misstífar reglur um fjöldatakmarkanir á fótboltaleikjum á landinu, líkt og á öðrum íþróttaviðburðum síðasta árið, þar sem stúkur voru hólfaskiptar og ýmist 100 til 200 leyfðir í hverju hólfi.

Nýju reglurnar kveða á um 200 manna fjöldamarkanir og eins metra fjarlægðarmörk. Ljóst er því að hólfaskiptingin á afturkvæmt á knattspyrnuvelli landsins þegar nýjar reglur taka gildi á miðnætti á sunnudag. Þá er gert ráð fyrir rekjanleika í sæti á menningar- og íþróttaviðburðum og mun því vera selt inn í númeruð sæti á völlum landsins.

Veitingasala verður þá óheimil á íþróttaviðburðum.

Hér má sjá reglugerðina í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×