Á fjórða hundrað hafa fallið í átökum í Suður-Afríku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2021 22:54 Rúmlega þrjú hundruð hafa fallið í óeirðunum í Suður-Afríku undanfarnar þrjár vikur. AP/Andre Swart Rúmlega þrjú hundruð hafa fallið í óeirðunum sem skekið hafa Suður-Afríku undanfarnar vikur. Óeirðirnar hófust daginn sem fyrrverandi forseti landsins gaf sig fram við lögreglu og hóf fimmtán mánaða fangelsisafplánun í byrjun mánaðar. Mikil reiði hefur ríkt meðal Suður-Afríkubúa undanfarnar vikur eftir handtöku Jacobs Zuma, fyrrverandi forseta landsins. Zuma var á dögunum dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa sýnt dómstóli vanvirðingu þegar hann neitaði að mæta fyrir dómara í tengslum við spillingarrannsókn sem beinist að honum þegar hann gegndi embætti forseta. Stuðningsmenn Zuma voru fljótir að grípa í heykvíslarnar og hafa óeirðir skekið landið síðan 7. Júlí, daginn sem hann gaf sig fram. Þær hafa verið hvað verstar í heimahéraði Zuma, KwaZulu-Natal, en talið er að 258 hafi fallið í héraðinu. Skrifstofa forseta landsins tilkynnti í gær að 337 hefðu látist. Ofbeldisaldan er sú blóðugasta frá því að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. Nú virðist þó sem ofbeldisölduna sé að lægja en gríðarlegar skemmdir hafa orðið á heimilum og fyrirtækjum eftir óeirðirnar. Talið er að tjónið nemi allt að 170 milljörðum króna. Þúsundir hafa verið handteknar í óeirðunum og yfirvöld hafa ekki tölu á þeim fjölda sem hefur særst. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, ávarpaði þjóðina í vikunni og sagði óeirðirnar meðvitaða og skipulagða árás á lýðræðið. „Það er ljóst núna að atburðir síðustu vikna voru ekkert annað en meðvituð og vel skipulögð árás á lýðræði okkar. Stjórnarskrárskipan lands okkar er ógnað,“ sagði Ramaphosa í ávarpi sínu. Suður-Afríka Tengdar fréttir Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. 14. júlí 2021 16:45 Á fimmta tug látinna í óeirðum í Suður-Afríku Minnst 45 hafa látist í óeirðum í Suður-Afríku. Óeirðirnar hófust eftir að fyrrum forseti landsins, Jakob Zuma, var fangelsaður. 13. júlí 2021 22:44 Zuma gefur sig fram og hefur afplánun Fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, hefur gefið sig fram við lögreglu og hafið afplánun eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi á dögunum. 8. júlí 2021 07:28 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Mikil reiði hefur ríkt meðal Suður-Afríkubúa undanfarnar vikur eftir handtöku Jacobs Zuma, fyrrverandi forseta landsins. Zuma var á dögunum dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa sýnt dómstóli vanvirðingu þegar hann neitaði að mæta fyrir dómara í tengslum við spillingarrannsókn sem beinist að honum þegar hann gegndi embætti forseta. Stuðningsmenn Zuma voru fljótir að grípa í heykvíslarnar og hafa óeirðir skekið landið síðan 7. Júlí, daginn sem hann gaf sig fram. Þær hafa verið hvað verstar í heimahéraði Zuma, KwaZulu-Natal, en talið er að 258 hafi fallið í héraðinu. Skrifstofa forseta landsins tilkynnti í gær að 337 hefðu látist. Ofbeldisaldan er sú blóðugasta frá því að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. Nú virðist þó sem ofbeldisölduna sé að lægja en gríðarlegar skemmdir hafa orðið á heimilum og fyrirtækjum eftir óeirðirnar. Talið er að tjónið nemi allt að 170 milljörðum króna. Þúsundir hafa verið handteknar í óeirðunum og yfirvöld hafa ekki tölu á þeim fjölda sem hefur særst. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, ávarpaði þjóðina í vikunni og sagði óeirðirnar meðvitaða og skipulagða árás á lýðræðið. „Það er ljóst núna að atburðir síðustu vikna voru ekkert annað en meðvituð og vel skipulögð árás á lýðræði okkar. Stjórnarskrárskipan lands okkar er ógnað,“ sagði Ramaphosa í ávarpi sínu.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. 14. júlí 2021 16:45 Á fimmta tug látinna í óeirðum í Suður-Afríku Minnst 45 hafa látist í óeirðum í Suður-Afríku. Óeirðirnar hófust eftir að fyrrum forseti landsins, Jakob Zuma, var fangelsaður. 13. júlí 2021 22:44 Zuma gefur sig fram og hefur afplánun Fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, hefur gefið sig fram við lögreglu og hafið afplánun eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi á dögunum. 8. júlí 2021 07:28 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. 14. júlí 2021 16:45
Á fimmta tug látinna í óeirðum í Suður-Afríku Minnst 45 hafa látist í óeirðum í Suður-Afríku. Óeirðirnar hófust eftir að fyrrum forseti landsins, Jakob Zuma, var fangelsaður. 13. júlí 2021 22:44
Zuma gefur sig fram og hefur afplánun Fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, hefur gefið sig fram við lögreglu og hafið afplánun eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi á dögunum. 8. júlí 2021 07:28