Enski boltinn

Stjóralaust lið Man. Utd. missir sinn besta leikmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lauren James með treyju Chelsea.
Lauren James með treyju Chelsea. getty/Harriet Lander

Englandsmeistarar Chelsea hafa gengið frá kaupunum á framherjanum Lauren James frá Manchester United. Hún skrifaði undir fjögurra ára samning við Chelsea.

Hin nítján ára James hefur verið aðalmarkaskorari United undanfarin ár. Hún hóf ferilinn hjá Chelsea en fór til Arsenal 2014 og svo til United 2018.

Brotthvarf James er enn eitt áfallið við United sem hefur misst flesta af sínum bestu leikmönnum og þá er ekki enn búið að finna nýjan knattspyrnustjóra í stað Casey Stoney sem hætti eftir síðasta tímabil.

„Það er frábær tilfinning að koma aftur heim, til frábærs félags þar sem ég byrjaði sex ára gömul,“ sagði James.

Chelsea hefur orðið enskur meistari undanfarin tvö ár. Þá komst liðið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það tapaði fyrir Barcelona, 4-0.

Yngri bróðir James, Reece James, leikur með Chelsea og varð Evrópumeistari með liðinu á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×