„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Snorri Másson skrifar 22. júlí 2021 23:30 Í dag eru tíu ár liðin síðan hryðjuverkaárásirnar í Útey og Osló voru framdar. Getty/Julia Wäschenbach Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2011, við munum aldrei gleyma ykkur, var viðkvæðið í Noregi í dag. Þjóðin hefur varla um annað rætt en sameiginlega minninguna um þennan helsta sorgardag í sögu þjóðarinnar. Í fjölmiðlum þar er rætt við eftirlifendur árásanna sem segjast aldrei munu jafna sig, við aðstandendur sem segja að tíminn lækni ekki öll sár og við stjórnmálamenn, sem stóðu í stafni þegar þjóðin tókst á við áfallið á sínum tíma. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra landsins, segir 22. júlí 2011 hafa verið versta dag lífs síns. „Ódæðismaðurinn var hægriöfgamaður. Hann misnotaði kristin tákn. Hann ólst upp í okkar borgum, tilheyrði sömu trúarbrögðum og hafði sama húðlit og meirihluti fólks í þessu landi. Hann var einn af okkur,“ sagði Stoltenberg. „En hann var ekki einn af okkur, sem höfum lýðræðið í heiðri. Hann er einn þeirra sem telur sig eiga rétt á að drepa vegna pólitískra markmiða.“ Astrid Hoem, formaður ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, sagði að ekki hefði tekist að stoppa hatrið sem olli árásinni á sínum tíma. „Við höfum ekki stöðvað hatrið. Öfgahægristefna er enn til. Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur,“ sagði Hoem. Orðalagið „einn af okkur“, sem forsætisráðherrann fyrrverandi og Astrid Hoem nota bæði, er ekki úr lausu lofti gripið heldur vísar það að sínu leyti til áhrifamikillar bókar blaðamannsins Åsne Seierstad um hryðjuverkamanninn, sem bar þennan titil. Þau voru að berjast fyrir hugsjón Fórnarlömb Breivik voru flest í ungliðahreyfingu Norska verkamannaflokksins. Árásirnar í Útey höfðu strax áhrif víða um heim, meðal annars innan íslenska systurflokksins, Samfylkingarinnar. „Ég hef farið í mjörg margar sumarbúðir og eftir þennan hrikalega atburð þá var auðvitað mikil hræðsla. Maður mætti samt, en það var hertari öryggisgæsla,“ segir Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna. Sigrún ávarpaði minningarathöfn við minningarlund í Vatnsmýrinni í dag, þar sem hún minnti eins og aðrir, á að hryðjuverkin hafi ekki verið framin í tómarúmi eða óvart, heldur hafi verið pólitísk og framin af öfgahægrimanni. „Bara aldrei gleyma þessum skelfilegu atburðum og þessari skelfilegu árás. Gleymum ekki þessum lífum, sem töpuðust þennan dag. Þau voru öll að berjast fyrir hugsjón,“ segir Sigrún. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
22. júlí 2011, við munum aldrei gleyma ykkur, var viðkvæðið í Noregi í dag. Þjóðin hefur varla um annað rætt en sameiginlega minninguna um þennan helsta sorgardag í sögu þjóðarinnar. Í fjölmiðlum þar er rætt við eftirlifendur árásanna sem segjast aldrei munu jafna sig, við aðstandendur sem segja að tíminn lækni ekki öll sár og við stjórnmálamenn, sem stóðu í stafni þegar þjóðin tókst á við áfallið á sínum tíma. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra landsins, segir 22. júlí 2011 hafa verið versta dag lífs síns. „Ódæðismaðurinn var hægriöfgamaður. Hann misnotaði kristin tákn. Hann ólst upp í okkar borgum, tilheyrði sömu trúarbrögðum og hafði sama húðlit og meirihluti fólks í þessu landi. Hann var einn af okkur,“ sagði Stoltenberg. „En hann var ekki einn af okkur, sem höfum lýðræðið í heiðri. Hann er einn þeirra sem telur sig eiga rétt á að drepa vegna pólitískra markmiða.“ Astrid Hoem, formaður ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, sagði að ekki hefði tekist að stoppa hatrið sem olli árásinni á sínum tíma. „Við höfum ekki stöðvað hatrið. Öfgahægristefna er enn til. Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur,“ sagði Hoem. Orðalagið „einn af okkur“, sem forsætisráðherrann fyrrverandi og Astrid Hoem nota bæði, er ekki úr lausu lofti gripið heldur vísar það að sínu leyti til áhrifamikillar bókar blaðamannsins Åsne Seierstad um hryðjuverkamanninn, sem bar þennan titil. Þau voru að berjast fyrir hugsjón Fórnarlömb Breivik voru flest í ungliðahreyfingu Norska verkamannaflokksins. Árásirnar í Útey höfðu strax áhrif víða um heim, meðal annars innan íslenska systurflokksins, Samfylkingarinnar. „Ég hef farið í mjörg margar sumarbúðir og eftir þennan hrikalega atburð þá var auðvitað mikil hræðsla. Maður mætti samt, en það var hertari öryggisgæsla,“ segir Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna. Sigrún ávarpaði minningarathöfn við minningarlund í Vatnsmýrinni í dag, þar sem hún minnti eins og aðrir, á að hryðjuverkin hafi ekki verið framin í tómarúmi eða óvart, heldur hafi verið pólitísk og framin af öfgahægrimanni. „Bara aldrei gleyma þessum skelfilegu atburðum og þessari skelfilegu árás. Gleymum ekki þessum lífum, sem töpuðust þennan dag. Þau voru öll að berjast fyrir hugsjón,“ segir Sigrún.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09
Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53