Innlent

Minnast hryðju­verka­á­rásanna í Útey og Osló í Vatns­mýri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Í dag eru fimm ár liðin síðan hryðjuverkaárásirnar í Útey og Osló voru framdar.
Í dag eru fimm ár liðin síðan hryðjuverkaárásirnar í Útey og Osló voru framdar. Getty/Julia Wäschenbach

Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag.

Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, og Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna munu flytja erindi við athöfnina. Auk þess mun tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flytja nokkur lög. Gestum er velkomið að koma með rósir eða kerti. Þetta segir í tilkynningu frá Ungum jafnaðarmönnum.

Að minningarathöfninni lokinni verður haldið í Bíó Paradís við Hverfisgötu þar sem kvikmyndin Utøya 22. Juli verður sýnd í tilefni dagsins. Húsið mun opna klukkan 18 og mun Aud Lise setja athöfnina ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Þá verður flutt kveðja frá Astrid Hoem, forseta AUF, ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Þá verður tónlistaratriði flutt áður en kvikmyndin hefst klukkan 18:30.

„Ungir jafnaðarmenn minnast í dag þeirra 77 sem létust fyrir 10 árum í árás sem beindist sérstaklega gegn ungu fólki og ungliðahreyfingu verkamannaflokksins. Hryðjuverkin voru árás á frelsið og því megum við aldrei gleyma.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×