Erlent

Fingralauss fjallagarps saknað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kim Hong Bin, Karrar Haidri
Kim Hong-bin, til vinstri, er saknað.

Umfangsmikil leit að suður-kóreska fjallagarpinum Kim Hong-bin er í bígerð. Hans er saknað eftir að hann komst upp á topp hins 8.407 metra háa Broad Peak á landamærum Pakistans og Kína.

Talið er að honum hafi skrikað fótur á niðurleið, en með því að komast á toppinn varð Hong-bin fyrsti fatlaði einstaklingurinn til þess að komast á topp fjórtán hæstu fjalla Himalaja-fjallgarðsins.

Hong-bin glataði öllum tíu fingrum sínum árið 1991 eftir að þeir kólu illa í fjallaferð í Alaska. Það stoppaði hann hins vegar ekki frá því að halda áfram í fjallamennskunni en árið 2007 komst hann á topp Everest-fjalls.

Leit hófst strax eftir að Hong-bin týndist en hún skilaði ekki árangri. Í bígerð er umfangsmeiri leit en sem fyrr segir er talið að Hong-bin hafi skrikað fótur á niðurleið í slæmu veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.