Aukið aflamark í strandveiðum á að tryggja veiðar út ágúst Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2021 10:47 Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að aukning aflamarks til strandveiða eigi að tryggja að veiðar geti staðið út ágústmánuð. Að öðrum kosti hefði þurft að stöðva veiðarnar um miðjan ágúst. Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson Sjávarútvegsráðherra hefur heimilað auknar strandveiðar upp á eitt þúsund eitt hundrað sjötíu og eitt tonn í sumar. Að óbreyttu hefði þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð þessa efnis. Viðbótarheimildir upp á 1.171 tonn af þorski koma til vegna óráðstafaðs magns á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu segir að með þessari aukningu verði heildarmagn í þorski á strandveiðum 11.171 tonn og samtals 12.271 tonn af óslægðum botnfiski. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um auknar aflaheimildir til strandveiða upp á 1.171 tonn.Stjórnarráðið Við upphaf fiskveiðiársins 2020/2021 hafi 11.100 tonnum af óslægðum botnfiski verið ráðstafað til strandveiða samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða þar sem 5,3% aflamagns í hverri tegund væri tekið til hliðar. Þær tegundir sem ekki nýtist beint til sérstakra ráðstafana séu settar á skiptimarkað með aflamark og hafi á yfirstandandi fiskveiðiári einkum verið óskað eftir þorski í skiptum fyrir aðrar tegundir. Að loknum fertugasta og öðrum veiðidegi hinn 19. júlí hafi heildarafli á strandveiðum verið um 7.870 tonn, þar af um 7.280 tonn af þorski. Að meðaltali hafi heildarafli á veiðidag verið tæp 190 tonn, þar af rúm 170 tonn af þorski. Að óbreyttu hefði því þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. „Með þessari aukningu til strandveiða er ráðgert að strandveiðisjómönnum verði gert kleift að stunda veiðar út ágúst. Þá mun þessi viðbótarráðstöfun einnig jafna stöðu milli einstakra veiðisvæða þar sem á sumum svæðum er besti veiðitíminn í ágúst,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. 11. júní 2021 11:51 Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. 3. maí 2021 21:35 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð þessa efnis. Viðbótarheimildir upp á 1.171 tonn af þorski koma til vegna óráðstafaðs magns á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu segir að með þessari aukningu verði heildarmagn í þorski á strandveiðum 11.171 tonn og samtals 12.271 tonn af óslægðum botnfiski. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um auknar aflaheimildir til strandveiða upp á 1.171 tonn.Stjórnarráðið Við upphaf fiskveiðiársins 2020/2021 hafi 11.100 tonnum af óslægðum botnfiski verið ráðstafað til strandveiða samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða þar sem 5,3% aflamagns í hverri tegund væri tekið til hliðar. Þær tegundir sem ekki nýtist beint til sérstakra ráðstafana séu settar á skiptimarkað með aflamark og hafi á yfirstandandi fiskveiðiári einkum verið óskað eftir þorski í skiptum fyrir aðrar tegundir. Að loknum fertugasta og öðrum veiðidegi hinn 19. júlí hafi heildarafli á strandveiðum verið um 7.870 tonn, þar af um 7.280 tonn af þorski. Að meðaltali hafi heildarafli á veiðidag verið tæp 190 tonn, þar af rúm 170 tonn af þorski. Að óbreyttu hefði því þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. „Með þessari aukningu til strandveiða er ráðgert að strandveiðisjómönnum verði gert kleift að stunda veiðar út ágúst. Þá mun þessi viðbótarráðstöfun einnig jafna stöðu milli einstakra veiðisvæða þar sem á sumum svæðum er besti veiðitíminn í ágúst,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. 11. júní 2021 11:51 Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. 3. maí 2021 21:35 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. 11. júní 2021 11:51
Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. 3. maí 2021 21:35