Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2021 11:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á að frumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis yrði tekið á dagskrá. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði Pírata hafa sett þinglokasamninga í uppnám með þessu. vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. Mikil spenna er á Alþingi þar sem samningaviðræður um þinglok eru á viðkvæmu stigi. Þingfundur hófst með óhefðbundnum hætti í morgun þegar tekin var fyrir tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, um strandveiðar yrði tekið á dagskrá. Frumvarpið var lagt fram fyrir tveimur dögum og er því ætlað að tryggja að strandveiðar standi út ágúst en ljúki ekki mánuði fyrr. „Nú eru sex til sjö hundruð smábátasjómenn sem standa frammi fyrir mjög alvarlegu atvinnuleysi. Þannig málið er gott. En háttvirtur þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið að spreða því um allan bæ að það sé á einhvern hátt stjórnarandstöðunni að kenna að málið komist ekki á dagskrá,“ sagði Helgi Hrafn og tók fyrir að svo væri. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ekki hægt að taka málið á dagskrá í miðjum þinglokaviðræðum, þar sem verið sé að semja um hvaða mál eigi að klára. „Mér finnst alveg fráleitt af Pírötum að vera senda þetta tundurskeyti inn í þinglokasamninga með þessum hætti til þess að raska málum. Það er auðvitað þannig að í þinglokasamningum er verið að semja um fjöldamörg mál, og verið að semja fjöldamörg mál út af borðinu sem hafa fengið umfjöllun í þinginu í allan vetur. Það leiðir af sjálfu sér að það er ekki hægt að klára allt saman og með því að stilla mönnum upp við vegg með þessum hætti eru þinglokasamningar settir í uppnám.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Pírata ekki vera koma samningaviðræðum í uppnám, heldur einungis að fara fram á að frumvarp frá stjórnarþingmanni, sem flokkurinn hafi verið sakaður um að standa í vegi fyrir, yrði tekið á dagskrá. „Og við erum að draga fram í dagsljósið að það var kjaftæði og lygi. Að logið var að smábátasjómönnum um stöðu þessa máls,“ sagði Andrés. Píratar vísuðu meðal annars í samtöl á Facebook þar sem þessar ásakanir komi fram. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, bar slíkt hins vegar af sér. „Ég læt ekki saka mig um það að ljúga að einum eða neinum. Það er ekki minn háttur,“ sagði Lilja Rafney. Tillaga Pírata um að taka frumvarpið á dagskrá var felld með þrjátíu atkvæðum gegn tíu. Alþingi Píratar Sjávarútvegur Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Mikil spenna er á Alþingi þar sem samningaviðræður um þinglok eru á viðkvæmu stigi. Þingfundur hófst með óhefðbundnum hætti í morgun þegar tekin var fyrir tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, um strandveiðar yrði tekið á dagskrá. Frumvarpið var lagt fram fyrir tveimur dögum og er því ætlað að tryggja að strandveiðar standi út ágúst en ljúki ekki mánuði fyrr. „Nú eru sex til sjö hundruð smábátasjómenn sem standa frammi fyrir mjög alvarlegu atvinnuleysi. Þannig málið er gott. En háttvirtur þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið að spreða því um allan bæ að það sé á einhvern hátt stjórnarandstöðunni að kenna að málið komist ekki á dagskrá,“ sagði Helgi Hrafn og tók fyrir að svo væri. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ekki hægt að taka málið á dagskrá í miðjum þinglokaviðræðum, þar sem verið sé að semja um hvaða mál eigi að klára. „Mér finnst alveg fráleitt af Pírötum að vera senda þetta tundurskeyti inn í þinglokasamninga með þessum hætti til þess að raska málum. Það er auðvitað þannig að í þinglokasamningum er verið að semja um fjöldamörg mál, og verið að semja fjöldamörg mál út af borðinu sem hafa fengið umfjöllun í þinginu í allan vetur. Það leiðir af sjálfu sér að það er ekki hægt að klára allt saman og með því að stilla mönnum upp við vegg með þessum hætti eru þinglokasamningar settir í uppnám.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Pírata ekki vera koma samningaviðræðum í uppnám, heldur einungis að fara fram á að frumvarp frá stjórnarþingmanni, sem flokkurinn hafi verið sakaður um að standa í vegi fyrir, yrði tekið á dagskrá. „Og við erum að draga fram í dagsljósið að það var kjaftæði og lygi. Að logið var að smábátasjómönnum um stöðu þessa máls,“ sagði Andrés. Píratar vísuðu meðal annars í samtöl á Facebook þar sem þessar ásakanir komi fram. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, bar slíkt hins vegar af sér. „Ég læt ekki saka mig um það að ljúga að einum eða neinum. Það er ekki minn háttur,“ sagði Lilja Rafney. Tillaga Pírata um að taka frumvarpið á dagskrá var felld með þrjátíu atkvæðum gegn tíu.
Alþingi Píratar Sjávarútvegur Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira