Þórólfur vildi skikka Íslendinga í sýnatöku Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2021 14:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði til að Íslendingar sem hefðu ferðast erlendis yrðu skikkaðir í skimun fyrir Covid-19. Það yrði gert við komu þeirra til lands. Ekki var farið eftir þessum tillögum. Í minnisblaði Þórólfs, sem birt var á vef Stjórnarráðsins, segir að markmið tillögunnar sé að lágmarka áhættu á smiti innanlands frá Íslendingum en flest smitin sem greinast hér á landi um þessar mundir eru rakin til Íslendinga sem eru nýkomnir til landsins. Þórólfur tók þó fram að ef ekki væri talið framkvæmanlegt að skikka Íslendinga í sýnatöku yrðu þessir einstaklingar hvattir til að fara í sýnatöku innanlands eins fljótt og auðið er eftir heimkomu. Eftir ríkisstjórnarfund í dag tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að ríkisstjórnin hefði ekki farið eftir tillögu Þórólfs. Það hefði þó verið ákveðið að biðja Íslendinga um að fara í sýnatöku. Einnig tilkynnti Katrín að allir sem koma til landsins erlendis frá muni þurfa að sýna neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við landamærin. Sjá einnig: Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Þeir sem geti það ekki verði gert að fara í sýnatöku við komu. Fimm daga sóttkví og aðra sýnatöku að henni lokinni. Daglegur fjöldi þeirra sem gangast þetta ferli er um 200 manns. Í tillögum Þórólfs segir að það fyrirkomulag sé viðhaft í mörgum löndum beggja megin við Atlantshafið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Rúmlega þúsund skráðir í sýnatöku í dag Löng röð fólks á leið í sýnatöku myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í morgun. Klukkan rúmlega ellefu í morgun voru 1172 skráðir í sýnatöku í dag en sú tala gæti hækkað þegar líður á daginn að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni. 19. júlí 2021 12:17 Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. 19. júlí 2021 11:46 Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Í minnisblaði Þórólfs, sem birt var á vef Stjórnarráðsins, segir að markmið tillögunnar sé að lágmarka áhættu á smiti innanlands frá Íslendingum en flest smitin sem greinast hér á landi um þessar mundir eru rakin til Íslendinga sem eru nýkomnir til landsins. Þórólfur tók þó fram að ef ekki væri talið framkvæmanlegt að skikka Íslendinga í sýnatöku yrðu þessir einstaklingar hvattir til að fara í sýnatöku innanlands eins fljótt og auðið er eftir heimkomu. Eftir ríkisstjórnarfund í dag tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að ríkisstjórnin hefði ekki farið eftir tillögu Þórólfs. Það hefði þó verið ákveðið að biðja Íslendinga um að fara í sýnatöku. Einnig tilkynnti Katrín að allir sem koma til landsins erlendis frá muni þurfa að sýna neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við landamærin. Sjá einnig: Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Þeir sem geti það ekki verði gert að fara í sýnatöku við komu. Fimm daga sóttkví og aðra sýnatöku að henni lokinni. Daglegur fjöldi þeirra sem gangast þetta ferli er um 200 manns. Í tillögum Þórólfs segir að það fyrirkomulag sé viðhaft í mörgum löndum beggja megin við Atlantshafið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Rúmlega þúsund skráðir í sýnatöku í dag Löng röð fólks á leið í sýnatöku myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í morgun. Klukkan rúmlega ellefu í morgun voru 1172 skráðir í sýnatöku í dag en sú tala gæti hækkað þegar líður á daginn að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni. 19. júlí 2021 12:17 Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. 19. júlí 2021 11:46 Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31
Rúmlega þúsund skráðir í sýnatöku í dag Löng röð fólks á leið í sýnatöku myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í morgun. Klukkan rúmlega ellefu í morgun voru 1172 skráðir í sýnatöku í dag en sú tala gæti hækkað þegar líður á daginn að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni. 19. júlí 2021 12:17
Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. 19. júlí 2021 11:46
Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41