Þórólfur vildi skikka Íslendinga í sýnatöku Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2021 14:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði til að Íslendingar sem hefðu ferðast erlendis yrðu skikkaðir í skimun fyrir Covid-19. Það yrði gert við komu þeirra til lands. Ekki var farið eftir þessum tillögum. Í minnisblaði Þórólfs, sem birt var á vef Stjórnarráðsins, segir að markmið tillögunnar sé að lágmarka áhættu á smiti innanlands frá Íslendingum en flest smitin sem greinast hér á landi um þessar mundir eru rakin til Íslendinga sem eru nýkomnir til landsins. Þórólfur tók þó fram að ef ekki væri talið framkvæmanlegt að skikka Íslendinga í sýnatöku yrðu þessir einstaklingar hvattir til að fara í sýnatöku innanlands eins fljótt og auðið er eftir heimkomu. Eftir ríkisstjórnarfund í dag tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að ríkisstjórnin hefði ekki farið eftir tillögu Þórólfs. Það hefði þó verið ákveðið að biðja Íslendinga um að fara í sýnatöku. Einnig tilkynnti Katrín að allir sem koma til landsins erlendis frá muni þurfa að sýna neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við landamærin. Sjá einnig: Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Þeir sem geti það ekki verði gert að fara í sýnatöku við komu. Fimm daga sóttkví og aðra sýnatöku að henni lokinni. Daglegur fjöldi þeirra sem gangast þetta ferli er um 200 manns. Í tillögum Þórólfs segir að það fyrirkomulag sé viðhaft í mörgum löndum beggja megin við Atlantshafið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Rúmlega þúsund skráðir í sýnatöku í dag Löng röð fólks á leið í sýnatöku myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í morgun. Klukkan rúmlega ellefu í morgun voru 1172 skráðir í sýnatöku í dag en sú tala gæti hækkað þegar líður á daginn að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni. 19. júlí 2021 12:17 Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. 19. júlí 2021 11:46 Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Í minnisblaði Þórólfs, sem birt var á vef Stjórnarráðsins, segir að markmið tillögunnar sé að lágmarka áhættu á smiti innanlands frá Íslendingum en flest smitin sem greinast hér á landi um þessar mundir eru rakin til Íslendinga sem eru nýkomnir til landsins. Þórólfur tók þó fram að ef ekki væri talið framkvæmanlegt að skikka Íslendinga í sýnatöku yrðu þessir einstaklingar hvattir til að fara í sýnatöku innanlands eins fljótt og auðið er eftir heimkomu. Eftir ríkisstjórnarfund í dag tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að ríkisstjórnin hefði ekki farið eftir tillögu Þórólfs. Það hefði þó verið ákveðið að biðja Íslendinga um að fara í sýnatöku. Einnig tilkynnti Katrín að allir sem koma til landsins erlendis frá muni þurfa að sýna neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við landamærin. Sjá einnig: Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Þeir sem geti það ekki verði gert að fara í sýnatöku við komu. Fimm daga sóttkví og aðra sýnatöku að henni lokinni. Daglegur fjöldi þeirra sem gangast þetta ferli er um 200 manns. Í tillögum Þórólfs segir að það fyrirkomulag sé viðhaft í mörgum löndum beggja megin við Atlantshafið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Rúmlega þúsund skráðir í sýnatöku í dag Löng röð fólks á leið í sýnatöku myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í morgun. Klukkan rúmlega ellefu í morgun voru 1172 skráðir í sýnatöku í dag en sú tala gæti hækkað þegar líður á daginn að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni. 19. júlí 2021 12:17 Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. 19. júlí 2021 11:46 Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31
Rúmlega þúsund skráðir í sýnatöku í dag Löng röð fólks á leið í sýnatöku myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í morgun. Klukkan rúmlega ellefu í morgun voru 1172 skráðir í sýnatöku í dag en sú tala gæti hækkað þegar líður á daginn að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni. 19. júlí 2021 12:17
Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. 19. júlí 2021 11:46
Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41