Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Samúel Karl Ólason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. júlí 2021 11:46 Frá ríkisstjórnarfundi í vor. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. Þórólfur sagðist hafa sagt frá skoðunum sínum undanfarna daga og hann hafi einkum verið að hugsa um landamærin. „Vissulega þarf líka að hugsa um innanlands. Við erum að fá töluverða uppsveiflu í dreifingu á smiti núna innanlands og það virðist ekki bara bundið við höfuðborgarsvæðið.“ Hann segir að ekki sé búið að ná utan um það smit sem sé í dreifingu og rakningateymið standi í ströngu. „Þetta smit er komið víða í samfélagið,“ segir Þórólfur. Hann segir þó að enn sem komið er sýni flestir væg einkenni. „Þetta er sem betur fer fólk sem sýnir tiltölulega væg einkenni, enda eru þau á þeim aldrei sem sýnir yfirleitt ekki alvarleg einkenni.“ Þórólfur segir það geta vakið áhyggjur, berist smit í viðkvæma hópa og eldra fólk, hvort bólusetningin muni einnig vernda þá gegn alvarlegum einkennum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur gefið til kynna að hann vilji auka eftirlit á landamærum og þá jafnvel að bólusettir farþegar verði krafðir um PCR-vottorð við komu til Íslands. Hann segir að Ísland yrði ekki eina landið í Evrópu til að gera það. „Það er krafist allskonar prófa í flestum löndum,“ sagði Þórólfur. „Það er mjög breytilegt eftir því hvort fólk er bólusett eða ekki og hvort fólk er að koma frá grænum löndum. Það er oft afsláttur af því þegar fólk er að koma frá grænum löndum eins og Íslandi. Við stefnum þó hraðbyri að því að fara í rauðan lit. Þannig að ég held að það verði kröfur á okkur líka í mörgum löndum við ferðalög erlendis.“ „Við erum alls ekki ein á báti. Það eru flest Evrópulönd með kröfur um annaðhvort neikvætt PCR-próf eða hraðgreiningarpróf áður en fólk kemur.“ Skynsamlegt að skima Íslendinga Aðspurður um það hvort verið sé að skoða það að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefnum segir Þórólfur að verið sé að bíða eftir niðurstöðum rannsókna um það hvort slíkt hjálpi. Það yrði þó ekki í fyrsta lagi fyrr en í lok ágúst. Varðandi það hvort til greina komi að skima Íslendinga sem koma til landsins segir Þórólfur það vera skynsamlegt. Að skima Íslendinga sem koma hingað og eigi hér tengslanet. „Því það eru þeir sem hafa valdið flestum af þessum innanlandssmitum sem við höfum verið að greina,“ segir Þórólfur. Hann segir að þess vegna hafi fólk verið beðið um að fara mjög varlega fyrstu dagana eftir heimkomu frá útlöndum og fara í skimun sýni þau minnstu einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Þórólfur sagðist hafa sagt frá skoðunum sínum undanfarna daga og hann hafi einkum verið að hugsa um landamærin. „Vissulega þarf líka að hugsa um innanlands. Við erum að fá töluverða uppsveiflu í dreifingu á smiti núna innanlands og það virðist ekki bara bundið við höfuðborgarsvæðið.“ Hann segir að ekki sé búið að ná utan um það smit sem sé í dreifingu og rakningateymið standi í ströngu. „Þetta smit er komið víða í samfélagið,“ segir Þórólfur. Hann segir þó að enn sem komið er sýni flestir væg einkenni. „Þetta er sem betur fer fólk sem sýnir tiltölulega væg einkenni, enda eru þau á þeim aldrei sem sýnir yfirleitt ekki alvarleg einkenni.“ Þórólfur segir það geta vakið áhyggjur, berist smit í viðkvæma hópa og eldra fólk, hvort bólusetningin muni einnig vernda þá gegn alvarlegum einkennum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur gefið til kynna að hann vilji auka eftirlit á landamærum og þá jafnvel að bólusettir farþegar verði krafðir um PCR-vottorð við komu til Íslands. Hann segir að Ísland yrði ekki eina landið í Evrópu til að gera það. „Það er krafist allskonar prófa í flestum löndum,“ sagði Þórólfur. „Það er mjög breytilegt eftir því hvort fólk er bólusett eða ekki og hvort fólk er að koma frá grænum löndum. Það er oft afsláttur af því þegar fólk er að koma frá grænum löndum eins og Íslandi. Við stefnum þó hraðbyri að því að fara í rauðan lit. Þannig að ég held að það verði kröfur á okkur líka í mörgum löndum við ferðalög erlendis.“ „Við erum alls ekki ein á báti. Það eru flest Evrópulönd með kröfur um annaðhvort neikvætt PCR-próf eða hraðgreiningarpróf áður en fólk kemur.“ Skynsamlegt að skima Íslendinga Aðspurður um það hvort verið sé að skoða það að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefnum segir Þórólfur að verið sé að bíða eftir niðurstöðum rannsókna um það hvort slíkt hjálpi. Það yrði þó ekki í fyrsta lagi fyrr en í lok ágúst. Varðandi það hvort til greina komi að skima Íslendinga sem koma til landsins segir Þórólfur það vera skynsamlegt. Að skima Íslendinga sem koma hingað og eigi hér tengslanet. „Því það eru þeir sem hafa valdið flestum af þessum innanlandssmitum sem við höfum verið að greina,“ segir Þórólfur. Hann segir að þess vegna hafi fólk verið beðið um að fara mjög varlega fyrstu dagana eftir heimkomu frá útlöndum og fara í skimun sýni þau minnstu einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41