Mesta eldhættan þegar ekið er með hjólhýsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2021 12:03 Tveir dælubílar slökkviliðs voru sendir á vettvang þegar eldur kom upp í hjólhýsi á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Það var í annað sinn sem eldur kom upp í hjólhýsi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Martin Meyer Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. Fyrra útkall slökkviliðs vegna elds í hjólhýsi barst rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var gjörónýtt eftir eldinn. Í seinna tilvikinu kom upp eldur í hjólhýsi sem var í afturdragi á Vesturlandsvegi, sem skemmdist talsvert minna. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir mikilvægt að fólk skrúfi fyrir gas og slökkvi á rafmagni í hýsunum, áður en farið er af stað slíka vagna, sem oft geta verið eldfimir. „Mesta hættan í kringum svona hjólhýsi er þegar verið er að ferðast með þau. Þá er mjög mikið atriði að fólk gæti að því að slökkva á öllu rafmagni, skrúfa fyrir gaskútana og vera ekki með gas á kerfunum í hjólhýsunum. Það á náttúrulega líka við þegar þau standa bara og eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón og bendir á að öruggast sé að skrúfa fyrir gaskúta, þar sem ekki sé nóg að slökkva á gasinu með rofa í hjólhýsunum sjálfum. Gott að hafa bil á milli Hann segir alltaf talsverða hættu á því að eldur í hjólhýsum dreifi úr sér í nærliggjandi bíla eða mannvirki, enda logi hýsin glatt þegar eldur kemur upp. „Þetta er eitt af því sem slökkvistjórar, sérstaklega úti á landi, hafa verið að ræða við þessar hjólhýsabyggðir sem eru orðnar vinsælar. Það er gott fyrir fólk að hafa það í huga þegar það er með þetta í geymslu eða á tjaldsvæði að vera ekki of nálægt næsta hýsi. Að reyna að hafa smá bil á milli þeirra,“ segir Sigurjón. „Þetta er öryggisatriði sem fólk hugsar kannski ekki um þegar það er að ferðast eða leggur hjólhýsunum á tjaldsvæði. En ef eitthvað kemur upp á getur verið voða gott að vera búinn að leiða hugann að þessu,“ segir Sigurjón og hvetur ferðalanga með hjólhýsi og aðra ferðavagna til að fara að öllu með gát og gefa sér tíma í ferðalagið. Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03 Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14 Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Fyrra útkall slökkviliðs vegna elds í hjólhýsi barst rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var gjörónýtt eftir eldinn. Í seinna tilvikinu kom upp eldur í hjólhýsi sem var í afturdragi á Vesturlandsvegi, sem skemmdist talsvert minna. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir mikilvægt að fólk skrúfi fyrir gas og slökkvi á rafmagni í hýsunum, áður en farið er af stað slíka vagna, sem oft geta verið eldfimir. „Mesta hættan í kringum svona hjólhýsi er þegar verið er að ferðast með þau. Þá er mjög mikið atriði að fólk gæti að því að slökkva á öllu rafmagni, skrúfa fyrir gaskútana og vera ekki með gas á kerfunum í hjólhýsunum. Það á náttúrulega líka við þegar þau standa bara og eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón og bendir á að öruggast sé að skrúfa fyrir gaskúta, þar sem ekki sé nóg að slökkva á gasinu með rofa í hjólhýsunum sjálfum. Gott að hafa bil á milli Hann segir alltaf talsverða hættu á því að eldur í hjólhýsum dreifi úr sér í nærliggjandi bíla eða mannvirki, enda logi hýsin glatt þegar eldur kemur upp. „Þetta er eitt af því sem slökkvistjórar, sérstaklega úti á landi, hafa verið að ræða við þessar hjólhýsabyggðir sem eru orðnar vinsælar. Það er gott fyrir fólk að hafa það í huga þegar það er með þetta í geymslu eða á tjaldsvæði að vera ekki of nálægt næsta hýsi. Að reyna að hafa smá bil á milli þeirra,“ segir Sigurjón. „Þetta er öryggisatriði sem fólk hugsar kannski ekki um þegar það er að ferðast eða leggur hjólhýsunum á tjaldsvæði. En ef eitthvað kemur upp á getur verið voða gott að vera búinn að leiða hugann að þessu,“ segir Sigurjón og hvetur ferðalanga með hjólhýsi og aðra ferðavagna til að fara að öllu með gát og gefa sér tíma í ferðalagið.
Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03 Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14 Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03
Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14
Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12