Innlent

Hjólhýsi brann til kaldra kola

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þykkur reykurinn steig hátt upp til lofts meðan logaði í hjólhýsinu.
Þykkur reykurinn steig hátt upp til lofts meðan logaði í hjólhýsinu. Vísir/Óskar

Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér.

Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við fréttastofu. Hjólhýsið brann til kaldra kola en mikinn reyk lagði frá því. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði gekk vel að ráða niðurlögum eldsins, en slökkvistarfi var þó ekki alveg lokið þegar fréttastofa leitaði upplýsinga um málið.

Mikinn reyk lagði frá hjólhýsinu, sem er gjörónýtt.Huginn Sær


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×