Innlent

Maðurinn sem festi hand­legg í rúllu­bindi­vél ekki al­var­lega slasaður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Vísir/vilhelm

Karlmaður sem klemmdi handlegg í rúllubindivél í Grímsnesi í gær er ekki alvarlega slasaður, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Fram kemur í tilkynningu að maðurinn hafi slasast þegar hann stillti beisli rúllubindivélarinnar. Festing í beislinu hafi gefið sig og maðurinn við það klemmt handlegginn í vélinni. Grímsnesi í gær. 

Mikill viðbúnaður var á vettvangi slyssins síðdegis í gær og maðurinn losaður úr vélinni. Hann var loks fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi en er eins og áður segir ekki talinn alvarlega slasaður. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.