Innlent

Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldur kom upp í tveimur hjólhýsum í gær.
Eldur kom upp í tveimur hjólhýsum í gær. Slökkviliðið

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Fyrir utan það segir slökkviliðið að dagurinn í gær hafi verið frekar rólegur. Farið var í 84 sjúkraflutninga og þar af fjórtán fogangsverkefni og önnur fjórtán sem tengdust Covid-19.

Þá var farið í þrjú útköll á dælubílum.

„Munið að fara varlega með gas- og rafgmagnstengingar í ferðavögnum,“ var skrifað í færslu slökkviliðsins á Facebook. Með færslunni var birt mynd af öðrum húsbílnum sem kviknaði í í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×