Erlent

Auka olíuframleiðslu til að lækka verð

Árni Sæberg skrifar
OPEC-ríkin munu stórauka framleiðslu sína á árinu.
OPEC-ríkin munu stórauka framleiðslu sína á árinu. vísir/getty

OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína.

Í byrjun heimsfaraldurs Covid-19 ákváðu OPEC-ríkin að setja hömlur á framleiðslu olíu til að stemma stigu við gríðarlegri lækkun hráolíuverðs vegna samdráttar í eftirspurn.

Í kjölfar aukinnar eftirspurnar og deilna innan OPEC hefur hráolíuverð rokið upp úr öllu valdi. Verð á Brent hráolíu hefur ekki verið hærra í tæp þrjú ár, eða 74 dollarar á tunnu.

Sameinuðu arabísku furstadæmin fóru fyrst fram á að hömlunum yrði aflétt en það olli nokkrum deilum innan OPEC. 

Í gær tilkynntu samtökin að hömlur á framleiðslu olíu í Írak, Kúveit, Rússlandi, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum yrðu afnumdar.

Orkumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, prinsinn Abdulaziz bin Salman, hrósaði sameiningu innan OPEC-ríkjanna þegar komist var að samkomulaginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×