Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Áætlað er að komið verði að bátnum um ellefuleytið og hann þá tekinn í tog til næstu hafnar. Reikna má með að það taki fram á nótt.
Fyrr í kvöld var björgunarskipið Húnabjörg frá Skagaströnd sent til aðstoðar öðrum vélarvana báti undan Hornbjargi. Tveir menn voru um borð og var engin bráð hætta talin á ferðum. Báturinn var tekinn í tog að næstu höfn.