Enski boltinn

Gylfi að fá fyrrum liðsfélaga aftur til liðs við sig

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Andros Townsend í leik með Crystal Palace.
Andros Townsend í leik með Crystal Palace. vísir/getty

Rafa Benitez er byrjaður að setja saman nýtt lið á Goodison Park.

Enski kantmaðurinn Andros Townsend verður að öllum líkindur kynntur sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton á allra næstu dögum. Þetta kemur fram hjá SkySports fréttastofunni.

Townsend er án félags eftir að hafa leikið fyrir Crystal Palace undanfarin fimm tímabil.

Með Everton leikur íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson en hann hefur áður leikið með Townsend þar sem þeir voru liðsfélagar hjá Tottenham á árunum 2012-2014.

Benitez tók nýverið við stjórnartaumunum hjá Everton og hefur enn ekki látið til sín taka á leikmannamarkaðnum en Kalidou Koulibaly og Demarai Gray hafa verið orðaðir við félagið að undanförnu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.