Enski boltinn

Að yfirgefa Liverpool án þess að spila mínútu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ben Davies á æfingu Liverpool á undirbúningstímabilinu en hann gæti bráðum verið á mála hjá öðru félagi.
Ben Davies á æfingu Liverpool á undirbúningstímabilinu en hann gæti bráðum verið á mála hjá öðru félagi. John Powell/Getty

Varnarmaðurinn Ben Davies gekk í raðir Liverpool í janúar er þeir voru í miðvarðarkrísu en nú virðist hann vera á leið burt án þess að spila eina einustu mínútu.

Hinn 25 ára Davies kom til félagsins er þeir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip allir voru á meiðslalistanum og Jurgen Klopp þurfti fleiri varnarmenn.

Hann kom frá B-deildarliðinu Preston en hann spilaði ekki eina mínútu á síðustu leiktíð þrátt fyrir öll meiðslin hjá þeim rauðklæddu í Bítlaborginni.

Liverpool hefur nú keypt varnarmanninn Ibrahima Konate og þeir Van Dijk, Gomez og Matip eru orðnir heilir heilsu svo Davies er væntanlega á leið burt. Hann er einnig á eftir Nat Phillips og Rhys Williams í goggunarröðinni.

Sheffield United, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor, vilja fá Davies að láni en Sheffield menn leita að varnarmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×