Héldu að þau yrðu örugg á Íslandi en eiginmaðurinn smitaðist samt Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 20:00 Laurie Vansteenkiste, gestur farsóttarhúss. Farþegi skemmtiferðaskipsins Viking Sky hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaður hennar, einnig farþegi á skipinu, smitaðist af kórónuveirunni. Hún lætur vel af Íslandsdvölinni þrátt fyrir allt. Aðrir gestir farsóttarhússins taka í sama streng. Gestir farsóttarhússins við Rauðarárstíg reyndu margir að njóta sjaldséðrar veðurblíðunnar í höfuðborginni í gegnum galopna glugga þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Jakob og Kolbeinn hófu einangrun á miðvikudag en Leifur kom á fimmtudag. Tveir fyrrnefndu telja að þeir hafi smitast við áhorf á leik Englands og Danmerkur á Evrópumótinu í knattspyrnu á dögunum en Leifur segir að sitt smit sé alveg órakið. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Fullbólusett og heilsast vel Jökull Veigarsson og Guðrún Gígja Aradóttir voru útsett fyrir smiti á skemmtistaðnum Bankastræti club um síðustu helgi. Þau losna líklega úr sóttkví á morgun en hafa hingað til stytt sér stundir með púsluspili og hámhorfi á Grey's Anatomy. „Við erum ekki með Covid, við erum fullbólusett og heilsast vel. Þannig að allt í góðu sko,“ segir Jökull upplitsdjarfur í glugganum. Jökull og Guðrún Gígja hlakka til að losna úr sóttkví á morgun. Laurie Vansteenkiste frá Michigan Bandaríkjunum, nýkomin úr sóttkvíargöngutúr þegar fréttastofa tók hana tali, kom til Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum á laugardag með skemmtiferðaskipinu Viking Sky á laugardag. „Og svo á þriðjudag var hringt í okkur um kvöldið. Maðurinn minn greindist með Covid og þeir settu hann þá í eina káetu og ég varð eftir í káetunni okkar,“ segir Laurie. Sjálf hefur hún ekki greinst með Covid og er aðeins í sóttkví. Laurie hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaðurinn smitaðist. Þau hjónin hafa nú verið fullbólusett um nokkurt skeið. „Við erum miklið ferðafólk og reiknuðum með að við yrðum örugg. Þetta hefur verið frábært. Fólkið á skipinu hefur verið frábært og fólkið hér [í farsóttarhúsi] hefur verið frábært.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Gestir farsóttarhússins við Rauðarárstíg reyndu margir að njóta sjaldséðrar veðurblíðunnar í höfuðborginni í gegnum galopna glugga þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Jakob og Kolbeinn hófu einangrun á miðvikudag en Leifur kom á fimmtudag. Tveir fyrrnefndu telja að þeir hafi smitast við áhorf á leik Englands og Danmerkur á Evrópumótinu í knattspyrnu á dögunum en Leifur segir að sitt smit sé alveg órakið. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Fullbólusett og heilsast vel Jökull Veigarsson og Guðrún Gígja Aradóttir voru útsett fyrir smiti á skemmtistaðnum Bankastræti club um síðustu helgi. Þau losna líklega úr sóttkví á morgun en hafa hingað til stytt sér stundir með púsluspili og hámhorfi á Grey's Anatomy. „Við erum ekki með Covid, við erum fullbólusett og heilsast vel. Þannig að allt í góðu sko,“ segir Jökull upplitsdjarfur í glugganum. Jökull og Guðrún Gígja hlakka til að losna úr sóttkví á morgun. Laurie Vansteenkiste frá Michigan Bandaríkjunum, nýkomin úr sóttkvíargöngutúr þegar fréttastofa tók hana tali, kom til Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum á laugardag með skemmtiferðaskipinu Viking Sky á laugardag. „Og svo á þriðjudag var hringt í okkur um kvöldið. Maðurinn minn greindist með Covid og þeir settu hann þá í eina káetu og ég varð eftir í káetunni okkar,“ segir Laurie. Sjálf hefur hún ekki greinst með Covid og er aðeins í sóttkví. Laurie hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaðurinn smitaðist. Þau hjónin hafa nú verið fullbólusett um nokkurt skeið. „Við erum miklið ferðafólk og reiknuðum með að við yrðum örugg. Þetta hefur verið frábært. Fólkið á skipinu hefur verið frábært og fólkið hér [í farsóttarhúsi] hefur verið frábært.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira