Héldu að þau yrðu örugg á Íslandi en eiginmaðurinn smitaðist samt Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 20:00 Laurie Vansteenkiste, gestur farsóttarhúss. Farþegi skemmtiferðaskipsins Viking Sky hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaður hennar, einnig farþegi á skipinu, smitaðist af kórónuveirunni. Hún lætur vel af Íslandsdvölinni þrátt fyrir allt. Aðrir gestir farsóttarhússins taka í sama streng. Gestir farsóttarhússins við Rauðarárstíg reyndu margir að njóta sjaldséðrar veðurblíðunnar í höfuðborginni í gegnum galopna glugga þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Jakob og Kolbeinn hófu einangrun á miðvikudag en Leifur kom á fimmtudag. Tveir fyrrnefndu telja að þeir hafi smitast við áhorf á leik Englands og Danmerkur á Evrópumótinu í knattspyrnu á dögunum en Leifur segir að sitt smit sé alveg órakið. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Fullbólusett og heilsast vel Jökull Veigarsson og Guðrún Gígja Aradóttir voru útsett fyrir smiti á skemmtistaðnum Bankastræti club um síðustu helgi. Þau losna líklega úr sóttkví á morgun en hafa hingað til stytt sér stundir með púsluspili og hámhorfi á Grey's Anatomy. „Við erum ekki með Covid, við erum fullbólusett og heilsast vel. Þannig að allt í góðu sko,“ segir Jökull upplitsdjarfur í glugganum. Jökull og Guðrún Gígja hlakka til að losna úr sóttkví á morgun. Laurie Vansteenkiste frá Michigan Bandaríkjunum, nýkomin úr sóttkvíargöngutúr þegar fréttastofa tók hana tali, kom til Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum á laugardag með skemmtiferðaskipinu Viking Sky á laugardag. „Og svo á þriðjudag var hringt í okkur um kvöldið. Maðurinn minn greindist með Covid og þeir settu hann þá í eina káetu og ég varð eftir í káetunni okkar,“ segir Laurie. Sjálf hefur hún ekki greinst með Covid og er aðeins í sóttkví. Laurie hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaðurinn smitaðist. Þau hjónin hafa nú verið fullbólusett um nokkurt skeið. „Við erum miklið ferðafólk og reiknuðum með að við yrðum örugg. Þetta hefur verið frábært. Fólkið á skipinu hefur verið frábært og fólkið hér [í farsóttarhúsi] hefur verið frábært.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Gestir farsóttarhússins við Rauðarárstíg reyndu margir að njóta sjaldséðrar veðurblíðunnar í höfuðborginni í gegnum galopna glugga þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Jakob og Kolbeinn hófu einangrun á miðvikudag en Leifur kom á fimmtudag. Tveir fyrrnefndu telja að þeir hafi smitast við áhorf á leik Englands og Danmerkur á Evrópumótinu í knattspyrnu á dögunum en Leifur segir að sitt smit sé alveg órakið. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Fullbólusett og heilsast vel Jökull Veigarsson og Guðrún Gígja Aradóttir voru útsett fyrir smiti á skemmtistaðnum Bankastræti club um síðustu helgi. Þau losna líklega úr sóttkví á morgun en hafa hingað til stytt sér stundir með púsluspili og hámhorfi á Grey's Anatomy. „Við erum ekki með Covid, við erum fullbólusett og heilsast vel. Þannig að allt í góðu sko,“ segir Jökull upplitsdjarfur í glugganum. Jökull og Guðrún Gígja hlakka til að losna úr sóttkví á morgun. Laurie Vansteenkiste frá Michigan Bandaríkjunum, nýkomin úr sóttkvíargöngutúr þegar fréttastofa tók hana tali, kom til Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum á laugardag með skemmtiferðaskipinu Viking Sky á laugardag. „Og svo á þriðjudag var hringt í okkur um kvöldið. Maðurinn minn greindist með Covid og þeir settu hann þá í eina káetu og ég varð eftir í káetunni okkar,“ segir Laurie. Sjálf hefur hún ekki greinst með Covid og er aðeins í sóttkví. Laurie hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaðurinn smitaðist. Þau hjónin hafa nú verið fullbólusett um nokkurt skeið. „Við erum miklið ferðafólk og reiknuðum með að við yrðum örugg. Þetta hefur verið frábært. Fólkið á skipinu hefur verið frábært og fólkið hér [í farsóttarhúsi] hefur verið frábært.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira